Sælir/ar Ég bið ykkur að afsaka hvað ég var lengi að pósta niðurstöðu. Ég er mjög sáttur við útkomuna so far. Í stuttu máli þá virðist gelatín fella vel þótt það sé notað við gerjunarhita. Viku eftir að gelatín fór í fötuna var talsvert dökkt grugg á botni, ég færði þá yfir. Eftir þrjá daga á næstu ...
Ég er að prófa gelatín án þess að kæla, færði yfir í secondery eftir 10 daga gerjun og hitaði hálfa gelatín plötu í ca 1.5 dl og smellti því nett útí secondery fötuna sem ég n.b. hívertaði á milli til að ná sem mestum vökva án grubs, ég læt ykkur vita hvort þessi sáraeinfalda og ódýra aðgerð skilar ...
Jæja, þá er fyrsta batchið mitt komið á flöskur,(Bee Cave) gekk súper vel. Fékk 16 lítra á flöskur, ég veit ekki hvort ykkur finnst það lítið eða hvað. Bjórinn ilmar vel, bragðast vel og er bara nokkuð tær ! Ég færði reyndar úr gerjunarfötunni eftir 10 daga 1.011 og lét setjast í annari fötu og ætla...
Þetta kláraði sig bara vel hjá mér, virðist bara hafa verið einhver ofurgerjun, ákvað samt að opna ekki og mæla fyrr en eftir 8 daga, þá var þetta í 1.011
Sælir ég keyrði suðufötuna of lengi þegar ég var að útmeskja og fór í 85° - 90° í stað 77° Hvaða vandamál get ég verið að fá vegna þess ? Ég slökkti og hrærði hraustlega í suðufötuni og tók svo pokann uppúr í stað þess að láta liggja í í 10 mín eins og á að gera, er að láta renna af honum í aðra föt...
Sko.... ég braut reyndar hitamælinn þegar ég var að klára að meskja svo ég var ekki með mæli við hendina eftir það, en málið var að það var frekar svalt í skúrnum hjá mér svo ég hækkaði aðeins í gólfhita en sennilega of mikið svo ég lækkaði í honum aftur, þetta gætu hafa verið sveiflur á bilinu 15 -...
Sælir ég lagði í minn fyrsta BIAB síðasta laugardag, lét kólna yfir nótt og stráði svo gerinu yfir. Það var mikill hamagangur í þessu í gær og blúbbaði nánast stanzlaust, því miður réð ég ekki alveg við umhverfishitan og það hafa verið einhverjar sveiflur í hita en ég er ekki með gráðurnar á hreinu....
Er einhver til í að benda mér á, eða setja inn aulaupplýsingar um hvernig á að þrífa áhöld og flöskur fyrir bruggun oþh. Það sem ég á við er hvernig á að nota klórinn og joðófórið, í hvaða röð á að nota þetta stöff eða er þessu blandað saman. Á að láta liggja í fötum og flöskum eða hvernig gerið þið...
Sælir bruggpiltar og stúlkur ég skráði mig nú á þetta spjall á upphafsdögum þess en hef ekki verið virkur. Þar sem ég hef loksins keypt mér græjur og hráefni ætla ég að blanda mér aðeins í umræðuna og læra vonandi allt sem þið kunnið og helst meira 8-) Ég hef ekki bruggað í 20 ár og aldrei bjór, þó ...