Félag áhugafólks um gerjun

Skráning í félagið

Heimabruggskeppni Fágunar 2025
Upplýsingar fyrir áhugasöm

Tilvonandi keppendur og önnur áhugasöm eru hvött til að skrá sig á sérstakan póstlista!
Nánari upplýsingar

Vertu með okkur

Ársgjald er sett á aðalfundi félagsins, sem oftast er haldinn í febrúar. Aðildin gildir í eitt ár, eða til næstu áramóta frá greiðslu og er 7.000 kr fyrir yfirstandandi starfsár.

VIÐBURÐIR

Við hittumst almennt í fyrstu viku hvers mánaðar. Stundum seinna, ef tiltefni er til. 
Félagar og annað áhugafólk um gerjun, oftast bjórdrykkju og bætta bjórmenningu, hittist í fyrstu viku flesta mánuði á sérvöldum bjórbar eða brugghúsi á höfuðborgarsvæðinu. Nánar um mánaðarhittingana er hægt að finna í viðburðunum okkar (Facebook Events). Öll eru velkomin á mánaðarhittingana, hvort sem þau eru í félaginu eða ekki. Ef einhver viðburður er aðeins fyrir gilt aðildarfólk er það skýrt tekið fram í viðburðinum. Stefnan er samt alltaf því fleiri, því betra! 
Sjá næstu viðburði
Allur réttur áskilinn Fágun.