Jæja, þá er fyrsta batchið mitt komið á flöskur,(Bee Cave) gekk súper vel. Fékk 16 lítra á flöskur, ég veit ekki
hvort ykkur finnst það lítið eða hvað. Bjórinn ilmar vel, bragðast vel og er bara nokkuð tær !
Ég færði reyndar úr gerjunarfötunni eftir 10 daga 1.011 og lét setjast í annari fötu og ætlaði að setja á flöskur síðar. Það liðu reyndar tvær vikur því ég hafði ekki tíma til að setja á flöskur fyrr en í kvöld, er það of langur tími úr gerjunarfötunni? Eru líkur á því að ég fái ekki gos í flöskurnar?