ég keyrði suðufötuna of lengi þegar ég var að útmeskja og fór í 85° - 90° í stað 77°
Hvaða vandamál get ég verið að fá vegna þess ?
Ég slökkti og hrærði hraustlega í suðufötuni og tók svo pokann uppúr í stað þess að láta liggja í í 10 mín eins og á að gera, er að láta renna af honum í aðra fötu, á ég að nota skolið úr pokanum útí suðuna, rúmlega 2 lítar ?
Það er sagt að of heitt vatn auki hættuna á tannínum (sem leiðir til óþægilegrar beiskju - áferðin verður eins og af rauðvíni, en þar eru tannín æskileg). Ef maður fær mikil tannín verður bjórinn ódrekkandi, en tannín í litlu magni geta alveg sloppið (skilst mér - hef ekki lent í þessu sjálfur).
En ég held að þú verðir alveg í lagi. Ég hef skolað með vatni sem var yfir 80°, og það gerði ekkert til. Í decoction meskingu er hluti af korninu soðinn í drasl, og það veldur engum vandræðum. Þannig að ég efast mjög stórlega um að þetta verði neitt mál.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór