Við erum nokkrir félagar sem ákváðum að byrja að brugga saman. Planið var að leggja í fyrsta lög í dag en við hættum við það vegna þess að við vorum bara með 25L pott sem er allt of lítið fyrir 20L batch (20 L + korn + uppgufun). Vegna þess að við erum bjórþyrstir háskólanemar
Spurningin er hvort er hagstæðara fyrir okkur að útbúa tunnu (síldartunnu?) með hitaelementi eða fjárfesta í stórum potti sem við myndum hita úti í garði með gasi? Við erum búnir að skoða þræðina hér vel og menn eru ýmist að pæla í tunnum með hitaelementum eða pottum. Er mikið mál að útvega síldartunnu (120L) og/eða 60L+ tunnu? Er mikið mál að útvega hitaelement og smíða þetta saman?