Hvað á að blúbba lengi ?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Belgur
Villigerill
Posts: 18
Joined: 30. May 2009 00:52
Location: Garðabær

Hvað á að blúbba lengi ?

Post by Belgur »

Sælir

ég lagði í minn fyrsta BIAB síðasta laugardag, lét kólna yfir nótt og stráði svo gerinu yfir.
Það var mikill hamagangur í þessu í gær og blúbbaði nánast stanzlaust, því miður réð ég ekki
alveg við umhverfishitan og það hafa verið einhverjar sveiflur í hita en ég er ekki með gráðurnar á hreinu.

Núna blúbbar ekki neitt, þetta var Bee cave með US-05. Hvað er eðlilegt í þessu, getur gerjun hafa
dottið niður, á maður að opna fötuna og mæla eða bara sjá til ?
Belgur brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvað á að blúbba lengi ?

Post by Eyvindur »

Það getur alveg gerst að gerjunin klárist á sólarhring. US-05 er oft mjög öflugt. Ég myndi bíða í nokkra daga og mæla svo.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Hvað á að blúbba lengi ?

Post by anton »

Já, gæti verið. Tekur oft ekki langan tíma á fullu. Hinsvegar, þá ætti að búbbla svona rólega áfram í okkra daga, eða gerir það oftast, spurning hvort að það sé eitthvað gas að sleppa meðfram einhverstaðar?

Ef að það hefur kólnað of mikið, þá gæti það hafa stoppað gerjunina. Fór umhverfishitinn mögulega mikið niður? Það er eitt af því slæma sem gerist
Það er ódýrt að kaupa hitamæli! Þú vilt hafa þannig grip hjá gerjunarílátinu og vita hver hitinn er!
Ertu ekki með mælir semþú mældir í meskingu? Hvað segjir hann?

KVeðja Anton
User avatar
Belgur
Villigerill
Posts: 18
Joined: 30. May 2009 00:52
Location: Garðabær

Re: Hvað á að blúbba lengi ?

Post by Belgur »

Sko.... ég braut reyndar hitamælinn þegar ég var að klára að meskja svo ég var ekki með mæli við hendina eftir það,
en málið var að það var frekar svalt í skúrnum hjá mér svo ég hækkaði aðeins í gólfhita en sennilega of mikið svo
ég lækkaði í honum aftur, þetta gætu hafa verið sveiflur á bilinu 15 - 20 - 15 C° fá sunnudegi þar til í dag.

Ég hef að vísu ekki vaktað kútinn lengur en ca 10 mín í einu og ekki heyrt neitt blúbb á þeim tíma. En ætla að sjóða
í tvær fötur í viðbót næstu helgi og ætla að undirbúa mig betur með græjur oþh. svo ég verði ekki í einhverju messi
með þetta.

takk fyrir svörin, ég læt vita hvernig þetta endar.
Belgur brugghús
jonhrafn
Villigerill
Posts: 4
Joined: 24. Mar 2011 23:45

Re: Hvað á að blúbba lengi ?

Post by jonhrafn »

Hvernig endaði þetta svo hjá þér?

Ég virðist vera í smá veseni með bee cave ljósölið, búbblaði á fullu í 2 sólahringa , niður í 1020 en síðan sama mæling 3 dögum síðar.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað á að blúbba lengi ?

Post by hrafnkell »

jonhrafn wrote:Hvernig endaði þetta svo hjá þér?

Ég virðist vera í smá veseni með bee cave ljósölið, búbblaði á fullu í 2 sólahringa , niður í 1020 en síðan sama mæling 3 dögum síðar.
1020 er ekkert alveg útúr kú ef þú hefur meskjað við frekar háan hita... Hvað var meskihitastigið hjá þér?
jonhrafn
Villigerill
Posts: 4
Joined: 24. Mar 2011 23:45

Re: Hvað á að blúbba lengi ?

Post by jonhrafn »

hrafnkell wrote:
jonhrafn wrote:Hvernig endaði þetta svo hjá þér?

Ég virðist vera í smá veseni með bee cave ljósölið, búbblaði á fullu í 2 sólahringa , niður í 1020 en síðan sama mæling 3 dögum síðar.
1020 er ekkert alveg útúr kú ef þú hefur meskjað við frekar háan hita... Hvað var meskihitastigið hjá þér?
svona 67-68 Samt svoldið erfitt að stjórna hitastiginu þegar maður er með svona fulla tunnu, það er pottþétt heitara neðst undir korninu heldur en mælingin segir mér efst. Þyrfti að fá mér stærri tunnu og henda elementunum á milli til að fá betra flæði utan um korn pokan.

mig grunar samt að ég hafi ekki leyft þessu að kólna nógu mikið eftir suðu, var fá mælingu upp á 23-24, eykst hitinn ekki bara þegar gerjunin byrjast? hitinn í herberginu er nokkuð steady í 22 með gólfhitastýringum.
User avatar
Belgur
Villigerill
Posts: 18
Joined: 30. May 2009 00:52
Location: Garðabær

Re: Hvað á að blúbba lengi ?

Post by Belgur »

Þetta kláraði sig bara vel hjá mér, virðist bara hafa verið einhver ofurgerjun, ákvað samt að opna ekki og mæla fyrr en eftir 8 daga, þá var þetta í 1.011
Belgur brugghús
Post Reply