Það vill þannig til að ég hef verið að íhuga smá "framleiðslulínu" á rafeindabúnaði ætlaða bruggurum. Hinsvegar er alltaf spurning hvort það borgi sig fyrir mig að hanna þetta, fá pcb borðin smíðuð og þar af leiðandi. Í versta falli get ég reyndar mögulega selt þetta á ebay
 Ég er með nokkrar hugmyndir að búnaði sem gæti nýst fólki hérna. Eitthvað af þessu er sennilega eitthvað sem nýtist einungis þeim sem eru lengra komnir. Allur þessi búnaður byggist á "intelligent" stýringu á hitaelementum og öðrum búnaði með örgjörvum eða öðrum leiðum.
  Ég er með nokkrar hugmyndir að búnaði sem gæti nýst fólki hérna. Eitthvað af þessu er sennilega eitthvað sem nýtist einungis þeim sem eru lengra komnir. Allur þessi búnaður byggist á "intelligent" stýringu á hitaelementum og öðrum búnaði með örgjörvum eða öðrum leiðum.Fyrsta tilvikið er örgjörvastýrður búnaður til meskingar. Þar sem notandi velur hitaprófíl fyrir meskinguna. Þetta myndi gera áhugamönnum kleypt að meskja eins og atvinnubrugghúsin og leika sér svoldið með ensímin þar sem búnaðurinn myndi sjá um að halda hitastiginu nákvæmlega eftir fyrirfram ákveðnum hitaferli sem notandinn velur.
Annað tilvikið er einnig örgjörvastýrður búnaður til að aflstýra hitaelementum. Sem væri þá t.d box sem gætu boðið upp á stýringu á x mörgum hitaelementum. Þetta myndi bæði nýtast við suðu á virti og einnig eimingu sterkara áfengis
 .
 .Þriðja tilvikið væri hitastýring yfir gerjunartímabil eða lageringu.
Í magni er mögulega hægt að smíða þessar græjur á mjög viðráðanlegum verðum. Jafnvel ódýrara og nettara heldur en margar þessar SSR/PID lausnir sem menn hafa verið að nota hingað til.
Sumt af þessu gæti borgað sig fyrir mig að smíða og annað ekki. Og áhugi er eflaust meiri á sumu af þessu en öðru. Það væri ágætt ef menn ræddu þörf fyrir slíkt eða þá áhuga
 .
.

 . Enginn tilgangur að ráðast í svona ef það er einhver sem getur gert það ódýrara. Svo er alltaf spurning hvort maður geti gert betur en hinir
 . Enginn tilgangur að ráðast í svona ef það er einhver sem getur gert það ódýrara. Svo er alltaf spurning hvort maður geti gert betur en hinir 




