Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by steinar »

Sælir veriði. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér í smá tíma, þetta er svoldil tækifærismennska en mig langaði að athuga hvernig áhugi væri hjá bruggurum á flóknari rafeindabúnaði heldur en er "fáanlegur" eða hvað þá smíðaður hérna heima meðal heimabruggara.

Það vill þannig til að ég hef verið að íhuga smá "framleiðslulínu" á rafeindabúnaði ætlaða bruggurum. Hinsvegar er alltaf spurning hvort það borgi sig fyrir mig að hanna þetta, fá pcb borðin smíðuð og þar af leiðandi. Í versta falli get ég reyndar mögulega selt þetta á ebay :roll: Ég er með nokkrar hugmyndir að búnaði sem gæti nýst fólki hérna. Eitthvað af þessu er sennilega eitthvað sem nýtist einungis þeim sem eru lengra komnir. Allur þessi búnaður byggist á "intelligent" stýringu á hitaelementum og öðrum búnaði með örgjörvum eða öðrum leiðum.

Fyrsta tilvikið er örgjörvastýrður búnaður til meskingar. Þar sem notandi velur hitaprófíl fyrir meskinguna. Þetta myndi gera áhugamönnum kleypt að meskja eins og atvinnubrugghúsin og leika sér svoldið með ensímin þar sem búnaðurinn myndi sjá um að halda hitastiginu nákvæmlega eftir fyrirfram ákveðnum hitaferli sem notandinn velur.

Annað tilvikið er einnig örgjörvastýrður búnaður til að aflstýra hitaelementum. Sem væri þá t.d box sem gætu boðið upp á stýringu á x mörgum hitaelementum. Þetta myndi bæði nýtast við suðu á virti og einnig eimingu sterkara áfengis :roll: .

Þriðja tilvikið væri hitastýring yfir gerjunartímabil eða lageringu.

Í magni er mögulega hægt að smíða þessar græjur á mjög viðráðanlegum verðum. Jafnvel ódýrara og nettara heldur en margar þessar SSR/PID lausnir sem menn hafa verið að nota hingað til.

Sumt af þessu gæti borgað sig fyrir mig að smíða og annað ekki. Og áhugi er eflaust meiri á sumu af þessu en öðru. Það væri ágætt ef menn ræddu þörf fyrir slíkt eða þá áhuga :).
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by Idle »

Ég vil síst af öllu vera leiðinlegur og bæla niður góðar hugmyndir, en mér virðist þú vera á svipuðum nótum og BrewTroller. :skal:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by hrafnkell »

Það er örugglega einhver áhugi fyrir þessu hérna, en lítill markaður. Það er alltaf einn og einn að dunda sér í einhverju svona en alls ekki margir :)

Hefurðu skoðað brewtroller? Það eru til nokkur svona project, bruggstýringar með custom pcb, sem geta séð um ýmis verkefni, t.d. hitastýring á mörgum ílátum í einu, hitakúrvur, vatnsmagnsmælingar, tímamælingar og fleira.
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by steinar »

Idle, menn eru aldrei leiðinlegir með svona svörum. Enda er þetta nákvæmlega það sem ég er að leitast eftir ;) . Enginn tilgangur að ráðast í svona ef það er einhver sem getur gert það ódýrara. Svo er alltaf spurning hvort maður geti gert betur en hinir ;)
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by steinar »

Eitt sem ég sé strax við Brewtroller er að þetta er borð sem býður upp á að stýra mjög mörgum hlutum í einu og kanski ætlað í talsvert stærri uppsetningar og miklu meira automation en flestir ætla sér. Þeas ef sá sem kaupir það nennir að fara i gegnum vesenið að setja þetta upp. Allavega virðist bæklingurinn sem fylgir með þessu vera ansi drjúgur bara til að stýra þessu.

Ég gæti auðveldlega t.d gert minni unit sem væru ódýrari held ég og heppilegra í minni umföng en það sem þetta getur gert. Og þau kæmu tilbúin í nákvæmlega ákveðin verk en samt stillanlega á auðveldan hátt innan síns verkahrings.

Core pakki hjá þeim kostar alveg 160 dollara. 25200 ísl með virðisauka. Og þá á eftir að taka inn sendingarkostnað, tollgjald (tollur á rafeindabúnaði væntanlega) og tollskýrslu. Og það er áður en þú kaupir solid state relay og borðið til þess að stýra þeim frá þeim. Það sýnist mér vera 100$ í viðbót. Það er held ég öruggt að ég gæti gert sérhæfðari og einfaldari búnað sem væri mikið ódýrari.
Last edited by steinar on 27. Jul 2011 23:38, edited 2 times in total.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by gunnarolis »

Ég gæti alveg verið til í að skoða svona mál. Ég hefði gaman af því að geta gerjað eftir kúrvu, það væri mjög töff. Byrja lágt og hækka síðan aðeins í restina.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by bergrisi »

Mér finnst þetta mjög áhugavert. Mér finnst allt spennandi sem getur bætt árangurinn. Ég stefni á að bæta mína bruggaðstöðu og minn tækjabúnað á komandi misserum og þetta gæti hent mér.

Kveðja
Bergrisi.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by helgibelgi »

Þetta hljómar spennandi. Sérstaklega líst mér vel á góða stýringu á meskingunni :)

En ég er nýbyrjaður í brugginu og veit ekki hvort ég ætti að fjárfesta strax í svona (ætla láta reyna á núverandi græjur í smá tíma).

Ertu með verðhugmynd á hitastýringu fyrir segjum 3 hitaelement í 60 lítra tunnu?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by hrafnkell »

Stýring með atmel örgjörva og svona ættu ekki að kosta mikið - það væri jafnvel hægt að gera þetta í formi arduino skjaldar til að hafa þetta enn meira plug and play og þægilegt að forrita. Svo kostar solid state relay um 2-3þús hingað komin ef maður pantar frá Kína.

Þannig að prísinn gæti litið einhvernvegin svona út:
$30 arduino eða arduino klón
$20-50 custom bruggskjöldur fyrir arduino, eftir upplagi og hvaða nemar fylgja með og hvernig þeir eru tengdir við
$15 40A SSR

Svo er spurning með hugbúnaðinn og svona - hver býður sig fram að forrita :)
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by steinar »

Þetta sem ég myndi gera væri allt byggt á örgjörvum frá microchip. Ég hanna mínar eigin örgjörvarásir frá grunni. Þetta yrði ekki neitt arduino dæmi því það er í raun dýrara, tekur meira pláss en það þyrfti að gera og ekki nógu ígreypt. Arduino er bara fyrir byrjendur ;) Ég myndi ekki ætlast heldur til þess heldur að notandinn væri að forrita þetta sjálfur heldur fengi að stilla það bara í staðinn áður en hann bruggar. Það væri best ef menn fengu bara complete vöru sem er bara hönnuð til þess að gera það sem hún á að gera, menn eiga ekki að þurfa eiga við C kóða eða annað til að fá vöruna sína til að virka. Þó ég gæti reyndar boðið upp forritun á það í gegnum USB tengi eða ICSP en það myndi sennilega bara messa upp stýrilykkjunum í örgjörvanum sem stýra TRIAC rásunum og öðru.

Ég myndi heldur ekki nota SSR heldur mínar eiginn TRIAC rásir þar sem það er ódýrara heldur en að kaupa mörg risa stór SSR. Notandinn ætti að fá allt sem þarf til, þeas á ekki að þurfa kaupa auka íhluti.

Það sem ég var í rauninni að hugsa er complete rafeindabúnaður þannig að notandinn þurfi ekki að vesenast í einhverjum tæknimálum nema hann sérstaklega kjósi að gera það.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by hrafnkell »

Kosturinn við arduino er einmitt að það er fyrir byrjendur. Auðveldara fyrir fólk að bæta við sínum eigin fídusum, því það getur verið ansi erfitt að forrita eitthvað svona og ætlast til að taka flest use case á einu borði.
Erfiðara fyrir fólk að byggja ofan á svona eða koma með litlar breytingar ef fólk þarf að sökkva sér í datasheet og C forritun til þess að setja upp timera, interrupt og annað fyrir einhverja smá fídusa. Alls ekki ómögulegt, en til að flóknara dæmi gangi þá þarf hugbúnaðurinn líklega að vera enn meira "complete" til að fólk sjái ástæðu til að fara í þetta.
Líka mikilvægt að horfa á þetta svona, því hardwarið er líklega minnsta málið við þetta - hugbúnaðurinn er stórt verkefni ef maður ætlar að dekka nokkur use case (stýring á meskingu, gerjun, ísskáp, mörg ílát, etc). Þá er líklega auðveldara að fá aðstoð þegar fleiri geta komið að vinnunni.

AVR örgjörvar eru mjög ódýrir, og maður þarf ekki mikið af aukahlutum til að gera functional arduino borð. Hægt að sleppa dýrum hlutum eins og TTL chippum, regulators og fleiru og halda kostnaði niðri en samt hafa opið fyrir forritun.

Annars hef ég ekki neitt á móti PIC, bara datt í hug að benda á svona hluti sem hjálpa til við adoption :)
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by Feðgar »

Og hvað þyrfti svona búnaður að kosta.

Hann yrði að geta stjórnað einhverri flottri meskjunar áætlun, suðutíma, og minnst tvem dælum og tvem eða þrem lokum lokum.
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by steinar »

Hrafnkell, ef við tækjum búnað til að stýra meskiferli t.d. Væri ef til vill ekki nóg að geta stimplað inn meskjunaráættlun og annað með einföldum keypad. Í stað þess að notandinn þurfi að tengja það við tölvu og kunna forritun til að geta notað tækið.

Og feðgar það er of snemmt að segja til um það eins og er. En það veltur alveg á lokaumfanginu á þessu og sem dæmi þá munar það um 20-30% í kostnað per borð fyrir mig hvort ég panti í stakt borð eða 20-30 borð utanfrá. Það á náttlega eftir að setjast niður og teikna þetta allt upp, velja íhluti og leggja út pcb borðin. Fá þau svo smíðuð og svo framvegis. En ég er að skoða þetta í augnablikinu ;)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by hrafnkell »

Jamm ég var svosem ekki að meina að það þyrfti að forrita allt svoleiðis, meira bara að pæla með jaðartilvik sem eiga við fáa og svona. Oft sem fólk vill/þarf að aðlaga hlutina pínu að sér :)
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by steinar »

Það á helst ekki að þurfa ef þetta er almennilega gert :). En svo má reyndar bjóða upp á annan búnað sem er þá meira í átt við brewtroller en ekki nærri jafn massíft samt sem býður upp á meiri stýringu af hálfu notandans. Það kemur líka til greina.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sérstakur rafeindabúnaður og stýringar fyrir bruggun

Post by sigurdur »

Jafnvel þó maður noti Arduino, þá er bæði forritunin og sjálf rafeindastýringin ágætlega flókin, en forritunin sjálf mun tímafrekari.

Ég bjó til hugbúnað (og stýringu) í kring um Arduino bretti til að stýra gerjunarhitastigi á ísskáp, með LCD display og flottheit, einmitt með þeirri hugmynd að geta keyrt einhverskonar forritaða gerjunaráætlun, og það virkar ágætlega.

Ég keypti mér svo tveggja stiga fiskabúrs stýringu á 3 þúsund frá Kína og hef ekki notað mína græju síðan þá .. ;-)
(Simplicity beats everything..)
Post Reply