Félag áhugafólks um gerjun

Skrá sig í félagið

Vertu með okkur

Ársgjald er sett á aðalfundi félagsins, sem oftast er haldinn í febrúar. Aðildin gildir í eitt ár á milli aðalfunda og er 5.000 kr fyrir starfsárið .

VIÐBURÐIR

Við hittumst almennt fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Stundum seinna, ef tiltefni er til. 
Félagar og annað áhugafólk um gerjun, oftast bjórdrykkju og bætta bjórmenningu, hittist fyrsta hvers mánaðar á sérvöldum bjórbar eða brugghúsi á höfuðborgarsvæðinu. Nánar um mánaðarhittingana er hægt að finna í viðburðunum okkar (Facebook Events). Öll eru velkomin á mánaðarhittingana, hvort sem þau eru í félaginu eða ekki. Ef einhver viðburður er aðeins fyrir gilt aðildarfólk er það skýrt tekið fram í viðburðinum. Stefnan er samt alltaf því fleiri, því betra! 
Sjá næstu viðburði
Cover for Fágun - Félag áhugafólks um gerjun
1,528
Fágun - Félag áhugafólks um gerjun

Fágun - Félag áhugafólks um gerjun

Fágun, félag áhugafólks um gerjun, hittist mánaðarlega, ræðir heimabruggun og drekkur bjór, mjöð o.fl

11 hours ago

Fágun - Félag áhugafólks um gerjun
Árlega bruggkeppnin okkar fór fram um helgina. Margir frábærir bjórar voru sendir inn og kepptu í tveimur flokkum, dökkum og ljósum flokki. Við þökkum dómurunum sem gáfu okkur tíma sinn til að dæma keppnina, þeim Andy og Jóa frá RVK brugghúsi, Ragnari frá Og natura, Kela í Brew.is og Ásta Hlöðvers bruggara og fyrrum forynju Fágunar.Sigurvegari dagsins var Dagur Helgason fyrir Circal, belgískt öl með brett í ljósum flokki, sem einnig var valinn besti bjór keppninnar. Dagur vann líka verðlaun fyrir áhugaverðasta bjórinn, Gógó fer í glamúrferð, sem var glimmerað súrbjóratribute til samstarfs Borgar og Ölverks nýverið. Þá hreppti Dagur einnig þriðja sætið í dökkum bjórum fyrir Semipollo, imp stout. Sigurvegari í flokki dökkra bjóra var Ágúst Sæland með skoska ölið sitt Gold Winner Wee Heavy, sem stendur vel undir því nafni. Í öðru sæti í dökkum flokki voru það svo bruggbræðurnir Einar Óli og Hinrik Einarssynir með Jólaklór, léttleikandi jólaöl. Í öðru sæti í ljósum flokki var Lena Valdimarsdóttir og meðbruggari þar er Jóhannes Gunnar Guðmundsson. Þau sendu okkur Sumarliða, ferskan og sumarlegan witbier með appelsínuangan. Í þriðja sæti í ljósum bjórum varð Einar Valur Bárðarson fyrir Times Have Changed, New England IPA með hampi.Við þökkum öllum sem sendu bjóra inn í keppnina og skorblöðin ykkar frá dómurunum verða send út í dag og á morgun mögulega líka. Þá viljum við líka þakka styrktaraðilum okkar og tengiliðunum þar fyrir að hafa lagt til stórkostleg verðlaun, happdrættisvinninga fyrir gestina okkar og kúta til að bjóða upp á í partíinu um kvöldið. Þetta voru RVK brugghús, Og natura, Borg, Ægir, Malbygg, Öldur, Bjórland, Brew.is og Rif restaurant. Í ofanálag barst okkur svo 200 lítra tunna af fjögurra ára tunnuþroskuðum íslenskum lambic-bjór sem gestir fengu að smakka þarna um kvöldið, en hann var kútaður seinnipart laugardagsins. Þakkar stjórnin Vöggi Má Guðmundssyni og Ingólfi Arnarsyni fyrrum bruggara sérstaklega fyrir sitt framlag þar. Vöggur og Finnbjörn Þorvaldsson fengu svo verðlaun á keppniskvöldi fyrir fallegustu flöskuhönnunina, sem var hönnuð utan um stout sem þeir sendu til keppni líka. Gestir á keppniskvöldinu kjósa þessi verðlaun skv. venju. Takk fyrir að koma og takk fyrir að keppa og takk fyrir að gefa og takk fyrir að dæma og takk fyrir að taka þátt í starfi Fágunar og hjálpa til og taka til hendinni þegar þurfti til að hrinda þessu góða kvöldi í framkvæmd. Við bjóðum líka nýja meðlimi velkomna í félagið og minnum á að aðildin gildir til næsta aðalfundar, sem fer fram með pompi og pragt og bjór í febrúar.Næst á dagskrá er viðburður sem er í smíðum um miðjan október, svo við ætlum að sleppa mánaðarhittingnum fyrsta miðvikudaginn í október í staðinn. Já og stjórnin hefur tekið þá ákvörðun að næsta bruggkeppni fari fram 4. maí á næsta ári. Á meðal vinninga í keppninni verða sæti í norrænni lokakeppni heimabruggsfélaga allra norðurlandanna, en verið er að ganga frá ýmsum lausum endum varðandi þá keppni og tilkynnum það síðar og í hvaða flokkum verður keppt og hvernig fyrirkomulagi verður háttað. Allt að gerjast og froðan góð! -stjórnin ... Skoða meiraSkoða mina
View on Facebook
Hvar verður þú 6. og 7. október !? ✨ Tryggðu þér miða á Bjórhátíð Ölverk inn á tix.is ✨ ... Skoða meiraSkoða mina
View on Facebook
Allur réttur áskilinn Fágun.