Félag áhugafólks um gerjun

Skrá sig í félagið

Vertu með okkur

Ársgjald er sett á aðalfundi félagsins, sem oftast er haldinn í febrúar. Aðildin gildir í eitt ár á milli aðalfunda og er 5.000 kr fyrir starfsárið .

VIÐBURÐIR

Við hittumst almennt fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Stundum seinna, ef tiltefni er til. 
Félagar og annað áhugafólk um gerjun, oftast bjórdrykkju og bætta bjórmenningu, hittist fyrsta hvers mánaðar á sérvöldum bjórbar eða brugghúsi á höfuðborgarsvæðinu. Nánar um mánaðarhittingana er hægt að finna í viðburðunum okkar (Facebook Events). Öll eru velkomin á mánaðarhittingana, hvort sem þau eru í félaginu eða ekki. Ef einhver viðburður er aðeins fyrir gilt aðildarfólk er það skýrt tekið fram í viðburðinum. Stefnan er samt alltaf því fleiri, því betra! 
Sjá næstu viðburði
Cover for Fágun - Félag áhugafólks um gerjun
1,537
Fágun - Félag áhugafólks um gerjun

Fágun - Félag áhugafólks um gerjun

Fágun, félag áhugafólks um gerjun, hittist mánaðarlega, ræðir heimabruggun og drekkur bjór, mjöð o.fl

Við gefum miðvikudagshittingnum okkar frí í dag. Erum að setja upp viðburð/námskeið sem stefnt er á seinna í þessum mánuði, í samstarfi við Öldur. Hvetjum ykkur til að taka allan bjórhitting vikunnar í Hveragerði nú um helgina í staðinn, þar sem fer fram frábær bjórhátíð Ölverks! ... Skoða meiraSkoða mina
View on Facebook
Dokkan brugghús fékk á dögunum virðingar- og þakklætisvott Fágunar fyrir sinn frábæra bjór, mat og stórskemmtilega bruggstofu á Ísafirði. Ekki missa af góðri heimsókn á Dokkuna ef þið eigið leið um vestfirðina því þar er alltaf eitthvað um að vera. Takk fyrir að vera til! Við minnum Fágunarfólk á að grípa með sér félagsskírteinin þegar þau heimsækja vini okkar um allt land. ... Skoða meiraSkoða mina
View on Facebook
Allur réttur áskilinn Fágun.