Félagið ítrekar stuðning við lagafrumvörp sem leggja til að heimila heimabruggun til einkaneyslu og hvetur í leiðinni þingmenn í öllum flokkum til að skoða slík mál með opnum hug. Það þarf ekki nema örlitla breytingu á áfengislögum til að þetta sé hægt en færir þá um leið áhugafólki um gerjun betra umhverfi til að rækta sitt áhugamál og gerir það löglegt. Það virkar þá vonandi sem hvatning til góðra verka og gerir vonandi þeim menningararfi sem felst í gerjun matvæla og drykkja enn hærra undir höfði til framtíðar. Þá hættir styrkur gerjaðs vínanda að skipta höfuðmáli við þetta annars meinlitla áhugamál, sem oft gerir venjulegt fólk að lögbrjótum sér óafvitandi.
Fágun hefur sent Alþingi umsagnir við lagabreytingatillögur sem félagið telur að tengist starfsemi sinni og hagsmunum félagsmanna. Finna má síðustu umsagnir á vef Alþingis, við 480. mál loggjafarþings 151 og við 48. mál loggjafarþings 150 hér í tenglum. Fágun mun áfram leggja sitt lóð á vogaskálarnar, ásamt sínum félagsmönnum, að gera þessu áhugamáli hærra undir höfðu og koma til aukinnar virðingar.
Lög Fágunar – Félags áhugafólks um gerjun
1.gr.
Félagið heitir Fágun – Félag áhugafólks um gerjun.
2.gr.
Fágun eru félagasamtök áhugafólks um gerjun. Heimili þess er í Reykjavík.
Tilgangur félagsins er að:
Í starfsemi og reglugerðum félagsins vísar hugtakið gerjun til beitingar örvera í gerð matvæla og drykkja.
3.gr.
Tilgangi sinum hyggst félagið ná́ með því́ að starfrækja heimasíðuna https://www.fagun.is/ sem er upplýsinga síða. Stafrækja samfélagsmiðlasíður þar sem viðburðir félagsins eru auglýstir. Halda almenna félagsfundi í hverjum mánuði þar sem félagar og aðrir geta komið saman. Standa fyrir námskeiðum og keppnum til að vekja áhuga almennings og félagsmanna á efninu.
Mánaðarlegir félagsfundir skulu ávallt vera opnir öllum sem náð hafa 20 ára aldri. Aðrir viðburðir félagsins eru aðeins fyrir fullgilda félaga.
4.gr.
Fullgildir félagar í Fágun eru hverjir þeir sem hafa náð hafa 20 ára aldri, hafa greitt félagsgjöld starfsársins og undirgengist þessar samþykktir ásamt siðareglum Fágunar.
Stjórn er heimilt á grundvelli þessara samþykkta að hafna aðilum inngöngu í félagið. Á sama hátt ef félagsmaður gerist brotlegur á samþykktum eða siðareglum félagsins er stjórn heimilt að vísa félagsmanni úr félaginu.
5.gr.
Reiknings- og starfsár félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins fullgildir félagar í fágun hafa þátttökurétt á aðalfundi.
6.gr.
Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir lok febrúar ár hvert og skal boðað til hans með tveggja vikna fyrirvara hið minnsta. Aðalfundur skal boðaður með tölvupósti til félagsmanna ásamt tilkynningum á miðlum félagsins svo sem Facebook.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfundur telst löglegur sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
7.gr.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm fullgildum félögum, þ.e. formanni, varaformanni, gjaldkera, og tveimur meðstjórnendum. Einnig skal kosinn einn varamaður stjórnar. Félagar öðlast kjörgengi hafi þeir verið fullgildir meðlimir síðastliðna 12 mánuði. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi. Formaður og varamaður eru kosnir til árs í senn. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn. Annað árið skal kjósa gjaldkera og meðstjórnanda og hitt árið varaformann og meðstjórnanda. Kosningar skulu vera leynilegar ef fleiri en einn gefa kost á sér. Hver félagi má einungis sitja í stjórn félagsins í fjögur ár samfleytt.
8.gr.
Stjórn skiptir með sér verkum, formaður sér til þess að boðað sé til funda og er andlit félagsins útá við. Formaður hefur daglega umsjón með félaginu og má rita félagið í umboði stjórnar.
Gjaldkeri annast reikningshald á vegum stjórnar, kynnir stöðu og störf sín fyrir stjórn á stjórnarfundum ásamt því að skila skoðuðum ársreikningum til aðalfundar. Í fjarveru formanns og í samráði við hann, verður varaformaður andlit félagsins út á við og sér um að boða til funda.
Ef félagi í stjórn forfallast í lengri tíma eða segir af sér á miðju starfsári skal varamaður koma inn í stjórn sem meðstjórnandi. Aðrir stjórnameðlimir fylla upp í önnur hlutverk stjórnar.
Stjórn ber ábyrgð á vefsíðu og skipar vefstjóra. Stjórn og aðalfundi er heimilt að skipa í nefndir og embætti á vegum félagsins og setja þeim starfsreglur.
Stjórnarfundur er ákvörðunar fær ef þrír stjórnarmenn sækja fund. Við atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti stjórnar. Halda skal fundagerðir á stjórnarfundum.
9.gr.
Lagabreytingar fara einungis fram á aðalfundum og til að þær teljist samþykktar þarf 3/5 greiddra atkvæða.
Tillögur að lagabreytingum skulu berast tveim vikum fyrir aðalfund og skulu vera birtar viku fyrir fund á þeim virkum miðlum sem félagið heldur úti hverju sinni.
Breytingartillögur á aðalfundi teljast einungis gildar ef um er að ræða breytingar á þeim tillögum sem liggja fyrir aðalfundi. Aldrei má breyta lögum þannig að raskað sé megintilgangi félagsins.
10.gr.
Ákvörðun um félagsgjald skal tekinn á aðalfundi. Félagsgjöld eru innheimt árlega og eru þau óafturkræf. Þegar félagsgjöld hafa verið greidd er félaga afhent félagsskírteini.
11.gr.
Almennt skal nýta rekstrarafgang félagsins til rekstur félagsins og/eða til veitingakaupa á fundum félagsins öðrum en félagsfundum.
12.gr.
Ákvörðun um slit félagsins verður aðeins tekin á aðalfundi með, auknum meirihluta, 75% atkvæða. Eignir félagsins renna til Umhyggju, félags langveikra barna.
Lög þessi eru samþykkt á aðalfundi félagsins 2025.
Siðareglur
Félagar skulu ekki, af ásetningi, byrla öðrum félagsmönnum vondu öli eða öðrum vöndum gerjuðum matvörum
Meðlimir skulu ekki hafa gert eitthvað til þess að sverta nafn félagsins eða nafn einhvers sem tengdur er félaginu, notfært sér aðstöðu sína til eigin framdráttar á kostnað félagsins eða félagsmanna, eða brotið gegn samþykktum eða siðareglum félagsins.
Félagsmenn skulu vera félaginu til sóma hvarvetna sem þeir koma fram á vegum þess eða fyrir hönd félagsins.
Félagar skulu ekki beita aðra meðlimi eða gesti viðburða á vegum félagsins ofbeldi.
Óheimilt er að mismuna og koma illa fram við aðra. Þá er sérstaklega tekið fram að mismunun á grundvelli kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, trúarbragða, lífsskoðunar, líkamlegs atgervis, fötlunar og annars fjölbreytileika er stranglega bönnuð. Ef einhver biður þig um að breyta hegðun þinni er það á þína ábyrgð að bregðast rétt við.
Einelti, baktal og brot gegn einkalífi eru stranglega bönnuð.
Ef hegðun aðila er ekki við hæfi ber að tilkynna slíkt til stjórnar eða umsjónarmanns viðburðar. Hægt er að senda ábendingar á fagun@fagun.is eða stjórnarmeðlim og er stjórn bundin trúnaði gagnvart sendanda.
Túlkun á broti og ákvörðun varanlegrar refsingar er í höndum stjórnar Fágunar. Stjórn mun reyna að leysa ágreining og ósætti eftir fremsta megni en gefur sér þó vald beita eftirfarandi
viðurlögum: