Félagsaðild í Fágun
Fágun, félag áhugafólks um gerjun er áhugafélag um hvers konar gerjun. Félagsmeðlimir hittast mánaðarlega og félagið heldur auk þess úti ýmsum viðburðum flesta mánuði ársins. Nánar um það í viðburðunum sem auglýstir eru á Facebook síðu félagsins og/eða á öðrum vettvangi.
Ársgjald er sett á aðalfundi félagsins, sem oftast er haldinn í febrúar. Aðildin gildir til næstu áramóta frá greiðslu og er 7.000 kr fyrir yfirstandandi starfsár.
Við hittumst almennt í fyrstu viku hvers mánaðar á sérvöldum bjórbar eða brugghúsi á höfuðborgarsvæðinu. Stundum seinna, ef tiltefni er til.