Nei, ég myndi bíða með það í a.m.k. viku. Gerjunin sjálf er ekki það eina sem gerist - gerið tekur til eftir sig og hreinsar upp alls konar aukaefni þegar gerjun er lokið. Bjórinn þarf smá tíma til að þroskast. Ég myndi hafa það sem þumalputtareglu að tappa aldrei á fyrr eftir lágmark tvær vikur - ég er vanur að miða við lágmark mánuð, nema eitthvað sérstakt komi til (þá að tiltekin uppskrift sé hönnuð til að drekka unga - hveitibjórar sem dæmi).
Þolinmæði er besti vinur þinn í bjórgerð.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór