coopers real ale??

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

coopers real ale??

Post by Höddi birkis »

ég er búinn að vera með coopers real ale í gerjun síðan 1.júní, OG er 1.041 núna er það 1.010, er ekki í lagi að fara að tappa á?
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: coopers real ale??

Post by Eyvindur »

Nei, ég myndi bíða með það í a.m.k. viku. Gerjunin sjálf er ekki það eina sem gerist - gerið tekur til eftir sig og hreinsar upp alls konar aukaefni þegar gerjun er lokið. Bjórinn þarf smá tíma til að þroskast. Ég myndi hafa það sem þumalputtareglu að tappa aldrei á fyrr eftir lágmark tvær vikur - ég er vanur að miða við lágmark mánuð, nema eitthvað sérstakt komi til (þá að tiltekin uppskrift sé hönnuð til að drekka unga - hveitibjórar sem dæmi).

Þolinmæði er besti vinur þinn í bjórgerð.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: coopers real ale??

Post by hrafnkell »

Sammála, lágmark 2 vikur.

Ég miða við uþb 3 vikur venjulega. Oft vill það þó dragast lengur en það :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: coopers real ale??

Post by sigurdur »

Mundu bara að taka mælisýni og setja ekki á flöskur fyrr en að lágmarki þegar eðlisþyngd vökvans hefur ekki hreyfst í a.m.k. 3 daga.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: coopers real ale??

Post by Höddi birkis »

Takk fyrir svörin strákar, held ég bíði allavega í 10 daga með þetta.
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
Post Reply