Hið Milda Man

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Hið Milda Man

Post by kristfin »

bruggaði "mild" bjór í gær. ekki frásögum færandi, nema ef væri fyrir að ég gleymdi borvélinni uppi í hesthúsi. notaði rörtöng til að snúa kvörninni og endaði með 82% nýtingu í stað 75%. síðan í ofanálag var ég með uppskriftina stillta á 70% nýtingu þannig að þetta varð soldið off. hugsa að ég þurrhumli þetta aðeins til að vega upp á móti.
allavega, þá ætla ég að smíða mér handfang á kvörnina og gera þetta í rólegheitunum frekar. borvélin er að gera þetta það hratt að kornið rifnar meira heldur en að merjast.

Code: Select all

Recipe: KF Hið Milda Man
Brewer: KF
Asst Brewer: 
Style: Mild
TYPE: All Grain
Taste: (0,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 25,00 L      
Boil Size: 28,94 L
Estimated OG: 1,036 SG
Estimated Color: 18,1 SRM
Estimated IBU: 18,3 IBU
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
3,50 kg       Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)           Grain        84,34 %       
0,50 kg       Caramunich II (Weyermann) (63,0 SRM)      Grain        12,05 %       
0,15 kg       Carafa Special III (Weyermann) (470,0 SRM)Grain        3,61 %        
28,30 gm      Williamette [4,40 %]  (45 min)            Hops         12,4 IBU      
24,00 gm      Fuggles [4,50 %]  (15 min)                Hops         5,8 IBU       
1 Pkgs        SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)      Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Full Body, Batch Sparge 70
Total Grain Weight: 4,15 kg
----------------------------
Single Infusion, Full Body, Batch Sparge 70
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 10,81 L of water at 79,3 C      70,0 C        


Notes:
------
http://www.homebrewtalk.com/f67/mild-mannered-ale-ag-e-uk-us-52776/
1,5 teskeið af gypsum í meskinguna.  borvélin var uppi í hesthúsi, notaði rörtöng til að snúa kvörninni og endað með 82% nýtingu!
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hið Milda Man

Post by hrafnkell »

Þessi er alls ekki ósvipaður brúnölinu mínu.. Það væri gaman að skiptast á flöskum og finna muninn.

Code: Select all

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
7.50 kg       Pale Malt (Weyermann) (3.3 SRM)           Grain        90.91 %       
0.50 kg       Caramunich II (Weyermann) (63.0 SRM)      Grain        6.06 %        
0.25 kg       Carafa Special III (Weyermann) (470.0 SRM)Grain        3.03 %        
20.00 gm      Styrian Goldings [5.40 %]  (60 min)       Hops         8.1 IBU       
40.00 gm      Styrian Goldings [5.40 %]  (5 min)        Hops         3.2 IBU       
1 Pkgs        SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)      Yeast-Ale
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hið Milda Man

Post by Oli »

Lítur vel út.
Ég komst að þessu sama með borvélina, en ég set þá bara á aðeins meira bil á milli kvarnarinnar til að jafna út hraðann.

Ég hefði haldið að það væri betra að setja krít eða matarsóda í meskinguna frekar en gips ef vatnið þitt er svipað mjúkt og mitt (sem ég býst við). ph gildið ætti að vera á réttu bili með 5 gr af krít ef ég miða þessa uppskrift við mitt vatn amk, bara með gipsi erum við að tala um lit á bilinu til 4-9 srm og þar með of lágt ph gildi fyrir þessa uppskrift.
En það þarf svosem ekkert að hafa mikil áhrif, vildi bara benda á það ef þú vissir það ekki fyrir :) .
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Hið Milda Man

Post by Bjössi »

ég er með einna lögn sem ég er að hugsa um að leggja í um helgina sem er 19,1
mundir þú ráðleggja að setja gips/krít, eins og eina skeið eða svo?
eða hefur þetta einhver svaka áhrif að setja ekki?
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hið Milda Man

Post by Oli »

Bjössi wrote:ég er með einna lögn sem ég er að hugsa um að leggja í um helgina sem er 19,1
mundir þú ráðleggja að setja gips/krít, eins og eina skeið eða svo?
eða hefur þetta einhver svaka áhrif að setja ekki?
Ég myndi ekki setja gips í svo dökkan bjór, það dregur ph gildið enn neðar. Kornsamsetningin ætti að vera nógu dökk til að halda ph gildi innan marka, það sakar hinsvegar ekki að setja 2 gr af krít og 1 gr. matarsóda í meskinguna, bragðið ætti að verða maltríkara þannig ef það hentar uppskriftinni.
Það skiptir frekar máli að bæta vatnið þegar maður er að gera mjög ljósan bjór að mér finnst..
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hið Milda Man

Post by kristfin »

hrafnkell wrote:Þessi er alls ekki ósvipaður brúnölinu mínu.. Það væri gaman að skiptast á flöskum og finna muninn.

Code: Select all

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
7.50 kg       Pale Malt (Weyermann) (3.3 SRM)           Grain        90.91 %       
0.50 kg       Caramunich II (Weyermann) (63.0 SRM)      Grain        6.06 %        
0.25 kg       Carafa Special III (Weyermann) (470.0 SRM)Grain        3.03 %        
20.00 gm      Styrian Goldings [5.40 %]  (60 min)       Hops         8.1 IBU       
40.00 gm      Styrian Goldings [5.40 %]  (5 min)        Hops         3.2 IBU       
1 Pkgs        SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)      Yeast-Ale
ekki málið. þessi bjór átti reyndar að vera bara rétt rúm 3%, verður sennilega rúm 4%
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hið Milda Man

Post by kristfin »

Oli wrote:
Bjössi wrote:ég er með einna lögn sem ég er að hugsa um að leggja í um helgina sem er 19,1
mundir þú ráðleggja að setja gips/krít, eins og eina skeið eða svo?
eða hefur þetta einhver svaka áhrif að setja ekki?
Ég myndi ekki setja gips í svo dökkan bjór, það dregur ph gildið enn neðar. Kornsamsetningin ætti að vera nógu dökk til að halda ph gildi innan marka, það sakar hinsvegar ekki að setja 2 gr af krít og 1 gr. matarsóda í meskinguna, bragðið ætti að verða maltríkara þannig ef það hentar uppskriftinni.
Það skiptir frekar máli að bæta vatnið þegar maður er að gera mjög ljósan bjór að mér finnst..
ég er búinn að fá upplýsingar frá isor um efnisinnihald á vatninu mínu og alkalinity.
er síðan með lærðar töflur um hvernig á að breyta þessu fram og til baka.

það er ekkert að hjálpa mér :sing:
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hið Milda Man

Post by Oli »

kristfin wrote:ég er búinn að fá upplýsingar frá isor um efnisinnihald á vatninu mínu og alkalinity.
er síðan með lærðar töflur um hvernig á að breyta þessu fram og til baka.

það er ekkert að hjálpa mér :sing:
Er það ekki að hjálpa þér eða bjórnum þínum ;) ?
Ég hef takmarkaða reynslu af þessu sjálfur og ætla ekki að predika um þetta en ég fann samt þónokkurn mun á ljósu bjórunum eftir að ég byrjaði að spá í efnainnihald vatnsins og pH gildi meskingar :beer:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hið Milda Man

Post by kristfin »

mér finnst það vera misvísandi sem ég er að lesa mér til. ég er að reyna glósa þetta og skilja. er að vinna í því að búa til prófíla fyrir mig fyrir þá helstu stíla sem ég brugga.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hið Milda Man

Post by kristfin »

duh, ég sé að gypsum sem ég setti í þennan bjór, átti að fara í allt annan bjór. bókhaldið eitthvað skrítið hjá mér. en ég get ekki annað en treyst mínum samverkamönnum og skrifa undir allt sem þeir rétta mér.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hið Milda Man

Post by kristfin »

setti þennan á flöskur í gær.
fg var 1018, sem er helvíti hátt. ekki alveg sáttur. gott bragð og allt samt.

upphaflega planið var 1038/1010, en varð 1044/1018. þetta er samt gerjun uppá 65% sem er svona nokkuð normal fyrir s04.

en hvað um það. mildur er hann, með smá karamellubragði og s04 gerið gefur smá ávaxtabragð. held að hann eigi eftir að renna vel niður hjá gestum.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hið Milda Man

Post by Eyvindur »

Jahá... Er hann ekkert óþægilega sætur? Ekki er humlamótvægið neitt stórbrotið.

Allavega, það er alltaf gott að eiga góðan gestabjór (svo þeir láti alvöru bjórinn í friði!).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hið Milda Man

Post by kristfin »

hann létthumlaður til að byrja með, en biturleikinn skilar sér vel. planið var ca 4% og hann endar í 3.6% svo það sleppur.

til að græja þetta eftirá miðaði ég við 2.4 kolsýru í staðinn fyrir 1.8 sem var planið. hann verður flottur við hliðina á dipa bjórnum, sem er sannarlega fyrir fullorðna
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hið Milda Man

Post by Eyvindur »

Hljómar geysilega vel. Sniðugt að redda þessu með meiri kolsýru, það gerir hann eflaust mun auðdrekkanlegri en annars, fyrst hann er svona sætur. Og 3,6% er stórbrotið fyrir þennan stíl, held ég. Það er líka mjög flott að vera með svona lítinn bjór sem er með gott boddí og smá sætu...

Einmitt mjög góður fyrir krakka sem þola ekki DIPA.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hið Milda Man

Post by kristfin »

þetta er eitthvað skrítið. þarf að rannsaka þetta betur. hlýtur að vera einhver mæliskekkja eða eitthvað. ég ætla allavega ekki að nota þetta ger aftur. gerið var úr porter sem ég gerði um daginn.
porterinn endaði í 1017 átti að fara í 1014.
skv fermentis á s04 að fara allt að 79%

Code: Select all

OG	FG	ABV	ADF
1,037	1,010	3,6	72,97 planið
1,044	1,018	3,5	59,09 raun
þarf að rannsaka þetta betur.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hið Milda Man

Post by Eyvindur »

En gerjunarhitinn? Getur verið að gerinu hafi verið örlítið of kalt? Ég held að þetta ger standi sig ekkert sérstaklega vel í neðri kantinum (sver ekki fyrir það, finnst ég hafa heyrt það).

Meskihiti?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hið Milda Man

Post by kristfin »

meskihitinn var 70°, því þetta á að fa mikið boddý. gerjunarhitnn var 19-20 gráður. ég hugsa að gerið hafi bara verið eitthvað slappt. var búið að vera í ísskápnum í 2 vikur minnir mig.
ætla að vanda mig betur við gerskolunina næst. byrja með nýtt s04 núna.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hið Milda Man

Post by Eyvindur »

Já... 70°C er samt svakalega heitt. Ég nota yfirleitt 68°C þegar ég vil fá mikið boddí, og þá er ég að enda í 14-18.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hið Milda Man

Post by Eyvindur »

Þessi er stórgóður. En of kolsýrður fyrir stílinn, auðvitað. Sætan er alls ekki of mikil, nema síður sé. Þetta á líka að vera sætur bjór. Ég var hæstánægður. Ef ég myndi breyta einhverju væri það að setja örlítið munich eða biscuit malt, til að fá pínu meiri kornkarakter. En ég var afar kátur. Þetta vakti áhuga minn á því að gera mild.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hið Milda Man

Post by kristfin »

takk fyrir það.

ég smakkaði hann um helgina. mér fannst hann soldið "watery" en sennilega drukkið hann of kaldan.

fínt að drekka hann úr víðu glasi og hella með stæl, til að skrúfa kolsýruna aðeins niður
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hið Milda Man

Post by Eyvindur »

Kolsýran þynnir hann líka svolítið. En mér fannst stórskemmtilegt að fá svona léttan bjór sem er þó svona bragðmikill. Gladdi mig.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply