Frábært spjallborð og samfélag sem hér er að finna. Hef vafrað um ófáa þræði hér á síðunni og aflað mér ýmissa upplýsinga. Erlendur heiti ég og er algjör nýgræðingur í gerjun, ég hef verið spenntur fyrir því að brugga öl lengi og eftir að hafa lesið mér mikið til hef ég áhuga á að reyna strax við all grain bruggun.
Ég á eftir að útbúa meskiker en mun að öllum líkindum reyna að gera það á sama hátt og margir hér, með því að koma klósettbarka fyrir í kæliboxi.
Ég á einungis 17L pott og þyrfti því að skipta suðunni í tvo potta nema ég komi mér upp stærri potti. Er mikið mál að skipta suðunni, þegar tveir hjálpast að, og ákvarða þá humlamagn í samræmi við magn í suðupottunum? Það myndi líklega flýta fyrir vatns/klaka kælingu en ef ég kæmi mér upp suðupotti eins og "sigurdur" hefur útbúið: http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=335, þá þyrfti ég líklega að útbúa koparspíral til að kæla suðuna. Eru tvo element úr hraðsuðukötlum nóg í slíkan suðupott?
Ég hef áhuga á að hafa mína fyrstu bruggun einfalda og þá helst SMaSH úr þeim hráefnum sem seld eru í Ölvisholti.
"Braumeister" setti inn þessa uppskrift:
Og er hún í líkingu við það sem ég hef áhuga á að prófa í fyrsta skipti, a.m.k. innihaldsefnin. Eru e-r breytingar sem ég ætti að gera á uppskriftinni, t.d. að sleppa "Dry hopping"? Hverju breytir 85 mín. suðutími miðað við t.d. 60 mín. suðutíma?Braumeister wrote:Ef að þú ert til í að kaupa tvær tegundir að malti þá myndi ég kaupa Pale Ale og Caramunich.
En ef þú vilt gera þetta eins ódýrt eins og þú getur þá myndi ég prófa þetta:
Smash úr Cascade og Pale Ale:
Innihald:
5kg Pale Ale Malt og 100g Cascade.
Malt:
5kg Pale Ale Malt
Humlar:
First Wort Hops: 20g Cascade 7.5% AA (Hendir þessu ofan í pottinn um leið og þú byrjar að láta renna af meskingunni)
85 mín: 20g Cascade 7.5% AA
30 mín: 10g Cascade 7.5% AA
0 mín: 10g Cascade 7.5% AA
Dry hopping: 40g Cascade (Hendir þessu ofan í gerjunarílátið þegar verulega er farið að hægjast á gerjuninni og setur á flöskur viku seinna)
Suðumagn: 27L. Gerjunarmagn: 23L. OG 1.048, IBU: 35. Meskihiti: 67°C. Ger: Ölger.
Einnig fann ég þrjár svipaðar uppskriftir á síðunni BeerTools.com:
http://www.beertools.com/html/recipe.ph ... ale+Recipe
http://www.beertools.com/html/recipe.ph ... ale+Recipe
http://www.beertools.com/html/recipe.ph ... ale+Recipe
Hvort mælið þið með að nota Safale S-04 eða Coopers ölger í slíka uppskrift?
Ábendingar um aðrar einfaldar uppskriftir eru vel þegnar.
Ég afsaka fyrirfram langan póst og margar spurningar. Ég hlakka til að halda áfram að læra af mér reyndari mönnum hér á spjallborðinu.