Nýgræðingur

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Nýgræðingur

Post by Erlendur »

Sælir,
Frábært spjallborð og samfélag sem hér er að finna. Hef vafrað um ófáa þræði hér á síðunni og aflað mér ýmissa upplýsinga. Erlendur heiti ég og er algjör nýgræðingur í gerjun, ég hef verið spenntur fyrir því að brugga öl lengi og eftir að hafa lesið mér mikið til hef ég áhuga á að reyna strax við all grain bruggun.

Ég á eftir að útbúa meskiker en mun að öllum líkindum reyna að gera það á sama hátt og margir hér, með því að koma klósettbarka fyrir í kæliboxi.

Ég á einungis 17L pott og þyrfti því að skipta suðunni í tvo potta nema ég komi mér upp stærri potti. Er mikið mál að skipta suðunni, þegar tveir hjálpast að, og ákvarða þá humlamagn í samræmi við magn í suðupottunum? Það myndi líklega flýta fyrir vatns/klaka kælingu en ef ég kæmi mér upp suðupotti eins og "sigurdur" hefur útbúið: http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=335, þá þyrfti ég líklega að útbúa koparspíral til að kæla suðuna. Eru tvo element úr hraðsuðukötlum nóg í slíkan suðupott?

Ég hef áhuga á að hafa mína fyrstu bruggun einfalda og þá helst SMaSH úr þeim hráefnum sem seld eru í Ölvisholti.

"Braumeister" setti inn þessa uppskrift:
Braumeister wrote:Ef að þú ert til í að kaupa tvær tegundir að malti þá myndi ég kaupa Pale Ale og Caramunich.

En ef þú vilt gera þetta eins ódýrt eins og þú getur þá myndi ég prófa þetta:

Smash úr Cascade og Pale Ale:

Innihald:
5kg Pale Ale Malt og 100g Cascade.

Malt:
5kg Pale Ale Malt

Humlar:
First Wort Hops: 20g Cascade 7.5% AA (Hendir þessu ofan í pottinn um leið og þú byrjar að láta renna af meskingunni)
85 mín: 20g Cascade 7.5% AA
30 mín: 10g Cascade 7.5% AA
0 mín: 10g Cascade 7.5% AA

Dry hopping: 40g Cascade (Hendir þessu ofan í gerjunarílátið þegar verulega er farið að hægjast á gerjuninni og setur á flöskur viku seinna)

Suðumagn: 27L. Gerjunarmagn: 23L. OG 1.048, IBU: 35. Meskihiti: 67°C. Ger: Ölger.
Og er hún í líkingu við það sem ég hef áhuga á að prófa í fyrsta skipti, a.m.k. innihaldsefnin. Eru e-r breytingar sem ég ætti að gera á uppskriftinni, t.d. að sleppa "Dry hopping"? Hverju breytir 85 mín. suðutími miðað við t.d. 60 mín. suðutíma?

Einnig fann ég þrjár svipaðar uppskriftir á síðunni BeerTools.com:
http://www.beertools.com/html/recipe.ph ... ale+Recipe
http://www.beertools.com/html/recipe.ph ... ale+Recipe
http://www.beertools.com/html/recipe.ph ... ale+Recipe

Hvort mælið þið með að nota Safale S-04 eða Coopers ölger í slíka uppskrift?

Ábendingar um aðrar einfaldar uppskriftir eru vel þegnar.

Ég afsaka fyrirfram langan póst og margar spurningar. Ég hlakka til að halda áfram að læra af mér reyndari mönnum hér á spjallborðinu.
Last edited by Erlendur on 8. Jan 2010 15:12, edited 1 time in total.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nýgræðingur

Post by sigurdur »

Sæll Erlendur.
Velkominn á spjallið.

Ég held að það sé ekkert mál að skipta suðunni í tvo potta. Þú gætir líka bara búið til minni skammta fyrst um sinn, þá sleppur þú við að skipta þessu upp.
Það myndi líklega flýta fyrir vatns/klaka kælingu en ef ég kæmi mér upp suðupotti eins og "sigurdur" hefur útbúið: http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=335" onclick="window.open(this.href);return false;, þá þyrfti ég líklega að útbúa koparspíral til að kæla suðuna. Eru tvo element úr hraðsuðukötlum nóg í slíkan suðupott?
Eins og er þá er ég bara með einn pott og nota bara tvö hitaelement, virkar mjög vel.
Í sambandi við þessar uppskriftir sem að þú ert að skoða, þá myndi ég velja mér uppskrift sem að notar minna af humlum frekar en meira (60-70 gr frekar en 140gr, nema þú sért búinn að gera þér smekk fyrir slíkt).

Þurrhumlun er eitthvað sem að þú getur gert ef þú vilt fá mikinn humalangan (hverfur samt merkilega fljótt), en sumum finnst þetta spilling á humlum (og sumum finnst þetta mjög gott). Ef þú elskar angan af humlum þá myndi ég skella mér á þetta.

Ég man eftir að hafa rekist á samanburð á 60 og 90 mínútna suðutíma, en ég man ekki fyrir mitt litla líf hvar það var ... kanski á How to brew eftir Palmer.
S-04 og Coopers ölger eru bæði fín ger, bara nota úllen dúllen doff aðferðina ;)

Ég mæli eindregið með að þú lesir þig í gegn um How to brew eftir John Palmer. Þessi bók ætti að vera skyldulesning fyrir alla sem að ætla að brugga heima. http://www.howtobrew.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

Enn og aftur, velkominn á spjallið okkar og gangi þér vel með fyrstu bruggunina.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Nýgræðingur

Post by Oli »

Velkominn Erlendur
Meirihluti póstsins þíns ætti frekar heima í þræðinum bjórgerð eða hvað er verið að brugga.
Gangi þér vel ;)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
joi
Villigerill
Posts: 33
Joined: 23. Nov 2009 11:39

Re: Nýgræðingur

Post by joi »

Velkominn Erlendur, flottar spurningar og hlakka til að fylgjast með árangrinum hjá þér.
í gerjun:
á flöskum: Münhenar Helles
á plani: Hefeweizen og Belgískur Dubbel


~ Bruggsmiðjan Melkólfur ~
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Nýgræðingur

Post by kristfin »

velkominn,

það er alltof mikið tækjastess í þér. reddaðu þér meskikeri eða meskjaðu bara í pottinum á hellunni í kornpoka. slepptu kælingu, láttu bara kólna yfir nótt. síðan bætirðu þér upp pottastærðina með því að setja vatn í fötuna.
með pale ale malt þarftu bara 60 mínútna suðu. slepptu þurrhumlun og first worth humlun þangað til að þú þekkir muninn.
hér er uppskrift byggð á því hráefni sem þú ert með

Code: Select all

BeerSmith Recipe Printout - www.beersmith.com
Recipe: 17 lítra potts öl
Brewer: Stjáni
Asst Brewer: SHMBO
Style: Belgian Pale Ale
TYPE: All Grain
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 19,00 L      
Boil Size: 24,36 L
Estimated OG: 1,053 SG
Estimated Color: 4,8 SRM
Estimated IBU: 25,8 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
3,50 kg       Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)           Grain        87,50 %       
25,00 gm      Cascade [5,50 %]  (60 min)                Hops         17,4 IBU      
20,00 gm      Cascade [5,50 %]  (20 min)                Hops         8,4 IBU       
15,00 gm      Cascade [5,50 %]  (0 min)                 Hops          -            
0,33 tsp      Irish Moss (Boil 10,0 min)                Misc                       
0,50 kg       Dememera Sugar (2,0 SRM)                  Sugar        12,50 %       
1 Pkgs        SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)      Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, Batch Sparge
Total Grain Weight: 3,50 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body, Batch Sparge
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 10,00 L of water at 75,8 C      67,8 C        


Notes:
------
fylla pottinn, ná upp suðu, smella sykrinum í þegar suða er komin vel af stað.
kæla eins og hægt er í pottinum (ekkert stress), skella yfir í bruggfötuna, fylla fötuna upp í 19 lítra með kranavatni (soðnu ef þú vilt) og leyfa henni að kólna til morguns.
vökva síðan gerið (setja 35°c heitt vatn í víða skál, dreifa gerinu yfir og leyfa að bíða í 30 mín).  á meðan þú bíður eftir gerinu þá hristirðu fötuna eins og enginn sé morgundagurinn.  setur síðan gerið í og bíður rólegur í 14 daga.

-------------------------------------------------------------------------------------

Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Re: Nýgræðingur

Post by Erlendur »

Ég þakka góðar viðtökur! Það er rétt "Óli" að meirihluti póstsins ætti frekar heima á bjórgerðarþræðinum, en ég kunni ekki við að pósta þar án þess að byrja hér!

Takk fyrir ábendingarnar "Sigurður" ég mun hafa þær í huga.

Það er sérstaklega skemmtilegt að fá tillögu að uppskrift, þakka þér kærlega fyrir það "kristfin"! Er "Demera sugar" hrásykur? Hvað ætti ég að vera að fá ca. marga lítra úr meskingunni? Er allt í lagi að blanda vatni við gumsið eftir á, hvaða hitastig ætti að vera á því vatni?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Nýgræðingur

Post by kristfin »

útúr meskingunni ættirðu að fá 22 lítra (ég er að miða við 70% eff og 10% uppgufun, ekki hugsa um það núna)
en þú ert bara með 17 lítra pott, þannig að þú fyllir hann og pælir ekki í meira.
síðan kemur sykurinn (hrásykur) til að bæta það upp sem þú tapaðir vegna pottsins og vatn eftirá.

vatnið er bara úr krananum, ekkert stress. síðan daginn eftir ætti virtinn að vera við stofuhita og þá skellirðu gerinu í.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Nýgræðingur

Post by aki »

Ég mæli samt með því að útbúa meskiker. Það er miðað við mína reynslu sá einstaki hlutur sem hefur gert bruggið miklu þægilegra og einfaldara miðað við að meskja í potti.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
Post Reply