Vínkjallarinn

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Vínkjallarinn

Post by valurkris »

Daginn.

Ég fór í vínkkjallarann í dag og lennti á spjalli við eigandann (held allavega að hann sé eigandinn) en allavega þá fóru þeir í vínkjallaranum til bretlands á dögunum til að athuga með bjórgerðarefni, bjórkit sem er með stærri dósum en coopers og kiti með tveimur dósum o.fl einnig voru þeir að skoða malt extract og korn.

Þeir hafa áhuga á að flytja inn korn ef að þeir eiga ekki eftir að sitja uppi með það, og þá er bara spurning um eftirspurn á korni því ef að hún er engin þá fara þeir ekki útí þetta.

er þettað ekki eithvað sem að menn er hrifnir af og munu níta sér, og ekki skemmir fyrir að fá aðeins meir úrval af korni.

http://www.muntons.com/" onclick="window.open(this.href);return false; þetta er fyrirtækið sem að er með kornið

Endilega að spjalla við vínkjallarann til að fá frekari upplýsingar um þetta mál
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Vínkjallarinn

Post by Idle »

Fyrstu tvær uppskriftirnar mínar gerði ég einmitt úr ljósu óhumluðu maltsírópi frá Muntons. Fínasta síróp!

En jú, meira úrval, mikið gaman, mikið fjör. :D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Vínkjallarinn

Post by valurkris »

Hva, er enginn sem að hefur áhuga á að auka úrvalið
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Vínkjallarinn

Post by Andri »

Þetta er ansi lítill markaður en ef þeir myndu flytja inn eitthvað annað en það sem Ölvisholt er með og gætu verið með svipuð verð eða betri þá væri maður náttúrulega til :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Vínkjallarinn

Post by Bjössi »

þetta er bara gott mál ef þeir flytja inn korn, humla
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Vínkjallarinn

Post by valurkris »

Ég myndi ætla að þeir myndu stíla inná korn sem að eru ekki fáanleg hér, og miðað við það sem að hann sagði þá var stefnan sett á lægra verð en ÖB en það fer allt eftir því hversu dýrt er að flytja þetta inn
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Vínkjallarinn

Post by halldor »

Ég myndi pottþétt leggja inn pöntun á korni ef hægt væri að fá eitthvað sem ekki fæst hjá Ölvisholti.
Plimmó Brugghús
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Vínkjallarinn

Post by kristfin »

ég held að það sé ekki hægt að ætlast til að maðurinn fari að pannta inn eitthvað blinnt.

miklu nær að vera með lista yfir hvað hann getur reddað og skipuleggja magnkaup frá honum.

ég veit að mig vantar crystal 10, 20, 30, 40, væri til í að eiga soldið af DME fyrir startarana og síðan sma´úrval af geri.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Vínkjallarinn

Post by Oli »

Held að þeirra besta gróðavon í bjórgerð sé að flytja inn DME og ger. Þeir gætu líka til að byrja með pantað nokkur all grain kit og sjá hvort þau seljist ekki.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Vínkjallarinn

Post by ulfar »

Já ég held að það sé best fyrir vínkjallarann að selja DME og LME/Partial mash kitt huglsanlega með humlum.

Eflaust erfitt fyrir þá að keppa við Ölvisholt því humlarnir og kornið þar er alltaf nýtt.

Allavegana vil ég ekki að lofa því að kaupa í Vínkjallaranum það sem ég get fengið Ölvisholti.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vínkjallarinn

Post by Eyvindur »

Þeir þyrftu að vera mjög mikið ódýrari en ÖB ef ég ætti að fara að versla sömu hlutina þar og ég geri nú í Ölvisholti. Í mínum huga er þetta ekki bara spurning um verð, heldur aðallega good-will. Ölvisholtsmenn hafa verið okkur svakalega góðir, og ég vil launa þeim það á allan þann hátt sem ég get. Ég held að það væri langbest fyrir Vínkjallarann að panta eitthvað sem ekki fæst þar, þá eftir óskalista frá okkur, og svo betri extract/partial mash kit en fást hér í dag. Og auðvitað ger!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Vínkjallarinn

Post by valurkris »

Ég sendi vínkjallaranum email og spurðist fyrir um hvaða korn hann gæti boðið uppá og hvort að þeir þarna úti bæru með einhverja humla.

Einnig nefndi ég það að sennilega yrði lítið verslað af því sem að fáanlegt er frá ölvishollti

og að lokum spurði ég um ger.

þetta er svar hanns:

Sæll Valur

Ég get alveg skilið að þið viljið halda ykkur við Ölvishollt þar sem góð þjónusta er viðhöfð. Það myndi ég líka gera, og myndi ég einnig styðja viðleiti ykkur að halda því áfram. Ég mun þá reyna fá upplýsingar um það sem Muntons er með og sjá hvað annað áhugavert þeir eru með sem þið fáið ekki hjá Ölvisholti, og láta ykkur vita,

Ég skal spyrjast fyrir um það hvaða humla og hvaða ger þeir eru með. Við munum örugglega flytja inn malt extrakt í dósum og þurrdufti sem bætiefni í Coopers og Muntons. Svo sjáum við bara hverning þetta þróast.

Það væri gott að vita aðeins meira um þessi ger sem þið panntið, hvaðan og hversu mikið á ca 6 mánaða tímabili, því eitt fyrirtæki sem við kaupum frá framleiða aragrúfu að gerlum bæði öl-, lager- vodka- léttvíns- portvíns- og margar aðrar tegundir gerla. Þeir eru t.d. Með alveg rosalegan stóra markaðshlutfall vodka gerla í heiminum.

En varðandi bjórinn veit ég að Muntons selur mjög mikið af korni til Calsberg og Heineken og það sem þeir sögðu mér, er að þeir nota ekki erfðabreytt korn, það er eins með víngerðar efnin sem við fáum frá Canada.

Ég hefði áhuga að fara með ykkur austur næst þegar þið farið í heimsókn til Ölvisholt. Ég tel sammvinna vera nauðsýnleg, það er öllum til góðs þegar til lengri tíma er litið.

Bestu kveðjur Bernhard
Varðandi gerumræðuna er einhver sem að getur svarað því þarsem að ég er ekki nógu sjóaður í þessum málum og tel að aðrir hérna munu geta svarað þessu betur
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Vínkjallarinn

Post by Hjalti »

Fyrir mína parta þá vil ég sjá Muntons ger og Muntons Malt extract. Ég myndi versla svoleiðis fyrir hvert einasta brugg :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Vínkjallarinn

Post by halldor »

Ég myndi kaupa allar týpur af Fermentis þurrgeri, þ.e. Safale, Safbrew og Saflager einnig myndi ég kaupa Danstar gerin; Windsor, Münich og Nottingham. Þá er upptalið það sem ég hef notað af þurrgeri.
Plimmó Brugghús
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Vínkjallarinn

Post by sigurdur »

FYI, hann á Muntons ger hjá sér .. a.m.k. þegar ég kíkti til hans fyrir þónokkru síðan.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Vínkjallarinn

Post by halldor »

Ég ætla að fá að lauma einu að hérna... því ég nenni ekki að búa til nýjan þráð sem heitir líka "Vínkjallarinn".

Ég var að fara að kaupa 2 gerjunarfötur og 4 poka af töppum. Ég ákvað að gera smá verðsamanburð og varð sko ekki svikinn. Mér reiknaðist til að þetta kostaði 5.000 kr. minna í Vínkjallaranum en Ámunni :)
Ég hef ekkert á móti Ámunni... hafði alltaf verslað tappa og annan búnað þar áður.
Aðalmunurinn var á töppunum, 200 stk í pakka kosta 1990 kr. í Ámunni en kostuðu 1250 í Vínkjallaranum. Svo munaði 500 kr. á hvorri gerjunarfötu.

Smá útúrdúr frá efni þráðarins... vonandi fyrirgefið þið.
Plimmó Brugghús
Post Reply