Sælir drengir, ég hef átt í erfileikum með að ná réttu magni af kolsýru í bjórinn hjá mér og ég fór að velta fyrir mér ástæðum, og aðferðum
Sennilega hefur hitastig verið full hátt hjá mér, en ég hef geymt flöskurnar við stofuhita 22-25°C
ég hef nokkrar spurningar; '
Hvert er heppilegt hitastig við eftirgerjun til að ná góðri kolsýru? 
er mögulegt að drepa geril með of lágu hitastigi? 
er til einhver önnur leið til að koma kolsýru á bjór á flöskum en að bæta í hann sykur?
Ef bjór er kolsýrður á kút, er hægt að tappa honum á flöskur? 
s.s mig langar að öðlast meiri skilning á heila ferlinu við kolsýringu... hvernig er þetta t.d gert í stóru brugg verksmiðjunum?
			
			
									
						
							