Kolsýra 101

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Antonfr
Villigerill
Posts: 3
Joined: 25. Apr 2013 21:25
Location: Mývatn

Kolsýra 101

Post by Antonfr »

Sælir drengir, ég hef átt í erfileikum með að ná réttu magni af kolsýru í bjórinn hjá mér og ég fór að velta fyrir mér ástæðum, og aðferðum

Sennilega hefur hitastig verið full hátt hjá mér, en ég hef geymt flöskurnar við stofuhita 22-25°C

ég hef nokkrar spurningar; '

Hvert er heppilegt hitastig við eftirgerjun til að ná góðri kolsýru?
er mögulegt að drepa geril með of lágu hitastigi?

er til einhver önnur leið til að koma kolsýru á bjór á flöskum en að bæta í hann sykur?
Ef bjór er kolsýrður á kút, er hægt að tappa honum á flöskur?

s.s mig langar að öðlast meiri skilning á heila ferlinu við kolsýringu... hvernig er þetta t.d gert í stóru brugg verksmiðjunum?
KV
Anton.F

Í Gerjun:
Hafra-Porter
Á Flöskum:
Brúðkaupsöl
Bee-Cave
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Kolsýra 101

Post by helgibelgi »

Hvernig ertu að setja á flöskur? Þeas hver er aðferðin þín?

Það gæti verið að eitthvað sé að klikka í aðferðinni. Aðferðin sem ég nota er að blanda fyrst sykurinn við heitt vatn (ca 0,5 lítra) þannig að sykurinn leysist alveg upp í vatninu. Síðan helli ég því á botninn á tómri (hreinni og sótthreinsaðri) gerjunarfötu. Því næst fleyti ég bjórnum ofan á þannig að allt blandist vel. Ég tek svo auto-siphon gaurinn og hræri létt í öllu saman rétt áður en ég flaska. Með þessari aðferð blandast sykurinn mjög jafnt um allan bjórinn og tryggir því rétt kolsýrumagn og allar flöskur nánast eins.

Til að reikna rétt magn sykurs til að nota þá googlarðu bara "priming sugar calc" eða "beer carbonation calc". Þessi er vinsæl: http://www.northernbrewer.com/priming-sugar-calculator/ en svo er Beersmith líka með fína reiknivél fyrir þetta.

Það er hægt að nota annað en hvítan sykur, allan annan sykur geturðu notað. Getur notað virt þess vegna ef þú vilt ekki brjóta þýsku bjórlögin.

Það er hægt að setja á flöskur eftir að sett hefur verið á kút. Googlaðu "beer gun".
Post Reply