Ég setti lakkrís í minn Hafra Porter og kom það mjög vel út, þó myndi ég setja minna næst.
Ég var með lakkrísrót (sennilega svipað og apótekaralakkrísinn) sem er svona svart fyrirbæri, svipað og brjóstsykur, nema (nær) alveg sykurlaust. Ég notaði u.þ.b. 30gr í 20 lítra lögun. Það var of mikið að mínu mati og myndi ég nota helming af því næst!
Ég eignaðist þennan lakkrís fyrir mörgum árum eftir leiðum sem ég get ekki gefið upp...

en einhver benti á að þetta sé til í Tiger:
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=1173" onclick="window.open(this.href);return false;