Er með hitaelement svipað og camco elementin, þeas langt, 3000W.
Ég var að prófa dótið og þrífa pottinn minn í gær og skildi eftir vatn
í honum og tók svo eftir því núna að skrúfgangurinn er ryðgaður.
Keypti ró til að festa við pottinn og held að hún sé annað hvort
úr kopar eða brass (látún). Ætti ég kannski að kaupa mér ryðfría ró?
Var nefnilega að pæla í því hvort það málmarnir passi ekki saman.
Elementin eiga það til að ryðga ef maður lætur liggja vatn á þeim. Elementin sjálf ryðga reyndar ekki, heldur "botninn" á þeim, þar sem skrúfgangurinn er. Það er hægt að komast hjá því með því að setja magnesíum staut með í pottinn. (magnesium anode)
Minnir að rafkaup hafi átt svoleiðis. Hugsað í heitavatnstanka. Ég er ekki með svona og slapp alveg við ryð þangað til að ég lét liggja vatn í pottinum hjá mér í 1-2 daga.