Rakst á þessa grein í DV frá 28 feb. 1989 daginn áður en bjórinn var leyfður í aftur á íslandi. Mikil umræða var um plássleysi í vínbúðum.
Skemmtilegast þykir mér að einungis voru sjö tegundir í boði. Egils Gull, Sanitas Pilsner, Sanitas Lager, Löwenbrau, Kaiser, Tuborg og Budweiser. Hérna má sjá eitthvað af þessum dósum. http://www.beercannews.com/COUNTRIES/Ic ... eland.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Sjálfur man ég vel eftir þessum degi. Kannski er ég einungis að upplýsa með því hvað ég er gamall.
Sem betur fer hefur bjórmenningin breyst mikið á þessum rúmum tuttugu árum.