fáeinar spurningar.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Jónas
Villigerill
Posts: 3
Joined: 23. Dec 2011 19:54

fáeinar spurningar.

Post by Jónas »

blessaðir bruggarar.
ég skrifa hér með nokkrar spurningar sem varða bæði bruggun úr síróp dunkum og BIAB.
ég hef farið yfir þessa síðu og fundið svör við öllum helstu spurningum mínum
ég er með Coopers lager í fötu í augnablikinu. Ég notaðist við leiðbeiningar frá vínkjallaranum við bruggun. http://www.vinkjallarinn.is/files/docum ... ningar.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
það sem ég gerði vitlaust var að é bætti 1 lítra meira við í fötuna. á móti bætti ég þá smá dass af sykri. sirka 50 grömm eða svo. eithverjar hugmyndir um áhrif þessara breyta?
ég geymi fötuna við sirka 15-17 stiga hita. samkvæmt uppskrift þá átti að hræra í fötuni 12 tímin eftir að geri er bæt í. Það eru 3 dagar síðan ég lagaði lögnina og það er en ekki byrjað að bubla. en vatnið í vatnslásinum eru hefur hækkað sem sýnir þrýsting svo gerjun er hafin en ekki nein alvarleg. er eithvað athugavert við þetta?
allavega litbrigði eftst í fötuni.

þá er það BIAB aðferðin. það eins sem ég á í vandræðum er hvenar er best að setja humlana út í. í hvaða magni og svoleiðis.
svo er það. annað. ég er staðsettur á Akureyri. ég var að pæla hvar ég fengi korn hér í lögnina,
annars er það ekki meira en þetta. ekki í bili.
flott ef eithveir gæti komið með svo hint fyrir mig á þessu.
allavega frábær siða. hef verið allveg húkt á henni undafarið. svo margt skemmtilegt hægt að gera með gerjun. :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: fáeinar spurningar.

Post by hrafnkell »

Varðandi bubbl-leysið, þá getur verið að lokið á fötunni sé ekki þétt. Ertu búinn að kíkja í fötuna? Er brúnleit drulla í hliðuunum á henni fyrir ofan bjórinn og etv ofaná bjórnum? Ef svo er þá er eitthvað óþétt í fötunni, og co2 fer þar í staðinn fyrir vatnslásinn. Það er ekki áhyggjuefni endilega, amk ekki í byrjun gerjunar.

Varðandi BIAB þá er humlunum bætt í skv uppskrift. Það fer algjörlega eftir uppskriftinni hvaða humlar og hvenær þeir fara í. Ef þú pantar á síðunni hjá mér (http://www.brew.is" onclick="window.open(this.href);return false;) þá geturðu valið að fá það sent - Síðan reiknar sendingarkostnaðinn út sjálfkrafa (með íslandspósti). Ég lofa þó ekki sendingu samdægurs, þar sem ég sendi voðalega lítið með póstinum og færi með pakkann á pósthús í næsta rúnti, frekar en að gera mér ferð á pósthús með tilheyrandi bensínkostnaði fyrir einn pakka.
Post Reply