ég skrifa hér með nokkrar spurningar sem varða bæði bruggun úr síróp dunkum og BIAB.
ég hef farið yfir þessa síðu og fundið svör við öllum helstu spurningum mínum
ég er með Coopers lager í fötu í augnablikinu. Ég notaðist við leiðbeiningar frá vínkjallaranum við bruggun. http://www.vinkjallarinn.is/files/docum ... ningar.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
það sem ég gerði vitlaust var að é bætti 1 lítra meira við í fötuna. á móti bætti ég þá smá dass af sykri. sirka 50 grömm eða svo. eithverjar hugmyndir um áhrif þessara breyta?
ég geymi fötuna við sirka 15-17 stiga hita. samkvæmt uppskrift þá átti að hræra í fötuni 12 tímin eftir að geri er bæt í. Það eru 3 dagar síðan ég lagaði lögnina og það er en ekki byrjað að bubla. en vatnið í vatnslásinum eru hefur hækkað sem sýnir þrýsting svo gerjun er hafin en ekki nein alvarleg. er eithvað athugavert við þetta?
allavega litbrigði eftst í fötuni.
þá er það BIAB aðferðin. það eins sem ég á í vandræðum er hvenar er best að setja humlana út í. í hvaða magni og svoleiðis.
svo er það. annað. ég er staðsettur á Akureyri. ég var að pæla hvar ég fengi korn hér í lögnina,
annars er það ekki meira en þetta. ekki í bili.
flott ef eithveir gæti komið með svo hint fyrir mig á þessu.
allavega frábær siða. hef verið allveg húkt á henni undafarið. svo margt skemmtilegt hægt að gera með gerjun.