Sælir, afsakið hvað ég hef verið lítið á spjallinu undanfarið, hef haft mikið að gera. Ég verð að fara að gera eitthvað í þessu.....
Hér er einn stíll sem ég hef aldrei prófað áður, þýskur alt. Ég er að spá í að leggja í hann á næstu dögum þegar ég hef tíma. Ég var að reyna að nota vel kornið sem ég fékk í ölvisholti um daginn. Ég held að malt-listinnn sé nokkuð solid en endilega koma með uppástungur, sérstaklega varðandi val á humlum. Ég á nokkuð úrval á öðrum humlum(hellertauer, chinook, willamette, northern brewer, goldings, fuggle og aðra sem henta alls ekki hér). Er það ekki annars rétt hjá mér að ölvisholt voru með CaraMunich II og Carafa Special III?
Ég vil endilega sjá hvernig menn eru að nýta hráefnin frá Ölvisholti.....
OG: 1.053
FG: 1.013
ABV: ~5.3 %
meskinýtni: 70.0 %
90 min. suða
38 IBU
German Pilsner Malt 60.6 %
German Munich Malt 32.4 %
German CaraMunich II 6.0 %
German CarafaSpecial III 1.0 %
US Nugget (13.0 % alpha), 17gr, 60 Min
German Perle (8.0 % alpha), 12 gr, 30 Min
US-05 SafAle