Þýskur alt úr ölvisholtskorni

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Þýskur alt úr ölvisholtskorni

Post by arnilong »

Sælir, afsakið hvað ég hef verið lítið á spjallinu undanfarið, hef haft mikið að gera. Ég verð að fara að gera eitthvað í þessu.....

Hér er einn stíll sem ég hef aldrei prófað áður, þýskur alt. Ég er að spá í að leggja í hann á næstu dögum þegar ég hef tíma. Ég var að reyna að nota vel kornið sem ég fékk í ölvisholti um daginn. Ég held að malt-listinnn sé nokkuð solid en endilega koma með uppástungur, sérstaklega varðandi val á humlum. Ég á nokkuð úrval á öðrum humlum(hellertauer, chinook, willamette, northern brewer, goldings, fuggle og aðra sem henta alls ekki hér). Er það ekki annars rétt hjá mér að ölvisholt voru með CaraMunich II og Carafa Special III?

Ég vil endilega sjá hvernig menn eru að nýta hráefnin frá Ölvisholti.....

OG: 1.053
FG: 1.013
ABV: ~5.3 %
meskinýtni: 70.0 %
90 min. suða
38 IBU

German Pilsner Malt 60.6 %
German Munich Malt 32.4 %
German CaraMunich II 6.0 %
German CarafaSpecial III 1.0 %

US Nugget (13.0 % alpha), 17gr, 60 Min
German Perle (8.0 % alpha), 12 gr, 30 Min

US-05 SafAle
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Þýskur alt úr ölvisholtskorni

Post by arnilong »

Setti í'ann um helgina. Hafði svo lítinn tíma að ég gerði hann aðfaranótt sunnudags. Hiti meskjunar var nokkuð jöfn í 65 °C en ég hafði einmitt hugsað mér að meskja í ca. 63-65. Eðlisþyngd eftir suðu var 1.053.

Það hefur líklega verið allt í lagi með uppskriftina, allavega hafði enginn neitt að segja um þetta. En þetta er kannski ekki mest spennnandi bjórstíllinn meðal heimabruggara. Ég held samt að konan mín eigi eftir að fíla þennan.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Þýskur alt úr ölvisholtskorni

Post by Hjalti »

Ég keypti mér barbruggaðan Alt í Kiel í þýskalandi og það var alveg magnaður bjór eginlega.

Hugsaði samt allan tíman að það vantaði örlítið af humlum í hann og mér sýnist að þú hafir brugðist við því í þessari uppskrift :)

Hvernig smakkast hann svo?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Þýskur alt úr ölvisholtskorni

Post by arnilong »

Hann er í secondary núna en hann lofar góðu, maltríkur og flott attenuation( er núna í 1.008). Ég stefndi einmitt á maltmikinn alt án þess að hafa mikla sætu. Hann á eftir viku í secondary:) :beer:
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Þýskur alt úr ölvisholtskorni

Post by Andri »

helvíti lúkkar þetta vel maður, ég væri til í að smakka einn þegar kemur að því, svo gefurðu ölvisholtsmönnum örugglega smá smakk er það ekki :p
stoltur af þér!
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Þýskur alt úr ölvisholtskorni

Post by arnilong »

Ég smakkaði þennan í gær, góð maltangann, bragðmikill, þurr og beiskur í lokin, líklega beiskari en þeir alt sem ég hef smakkað. Dekkri en ég hafði gert ráð fyrir.

Lokatölur:
FG: 1.009 (attenuation 83%)
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
Post Reply