Ég var einmitt í sömu pælingum og þú ert í.
Ég var aldrei almennilega sáttur með þurrhumlunina hjá mér, síðan hlustaði ég á sérfræðingana John Palmer og Jamil tala um þetta hér :
http://thebrewingnetwork.com/shows/Brew ... ry-Hopping" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Klukkutíma þáttur tileinkaður þurrhumlun.
Fyrir þá sem ekki nenna að hlusta á þetta allt þá var þetta sirka svona (eftir minni):
*Þurrhumla í poka(grisju), sótthreinsa grisjuna fyrst.
*Setja eitthvað þungt með í grisjuna (marmarkúlur eða málma sem er auðvelt að sótthreinsa)
*Leyfa gerjun að klárast 85-90% (þó enn bubbli smá) áður en þurrhumlað er.
*Ekki þurrhumla lengur en viku í einu, frekar að taka 5 daga-hlé-5 daga.
*Þurrhumla með amk 2 únsum (2*28g af humlum, pellet hops) fyrir hver 5 gallon, og smakka til þar til tilætluðum effekt er náð.
*Rouse-a gerjunarílátið á 2gja daga fresti til að ná þurrhumlunum í umferð aftur.
Þetta er svona það helsta sem ég dró útúr þessu. Endilega hlustið samt á þáttinn og myndið ykkur eigin skoðun á þessu.
Muna líka að það er svosem ekkert rétt eða rangt í þessu, bara það sem mönnum finnst best.
edit : ég var ekki sáttur með minni mitt og hlustaði á þáttinn, kom í ljóst að þetta var ekki alveg rétt fyrst, en ég lagaði það.