Þurrhumlun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Þurrhumlun

Post by Örvar »

Þetta hefur örugglega komið áður fram hérna en ég hef ekki fundið neitt sem sannfærir mig um hvaða aðferð skal nota.
Með hvaða móti finnst ykkur best að þurrhumla?
Eruð þið að setja humlana í grisjupoka eða skella þeim bara beint út í eða að nota pressukönnu aðferðina?
Og verður mikill munur eftir því hversu marga daga humlarnir eru í fötunni?

Er búinn að vera með TriCentennial IPA í gerjun í rúma viku en veit ekki alveg hvenær ég hef tíma í að setja hann á flöskur.
Vill ekki vera að fá humla-agnir í flöskurnar svo ég var að spá í að nota humlapoka en þarf þá að setja eitthvað með humlunum í pokann til að sökkva honum?

Endilega segið ykkar skoðun :skal:
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Þurrhumlun

Post by bjarkith »

Ég demdi þeim bara beint út í, þeir sukku svo með tímanum og bara seinustu bjórarnir sem ég tappaði voru með einhverjum humlaleifum í, restin alveg laus við þá.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Þurrhumlun

Post by gunnarolis »

Ég var einmitt í sömu pælingum og þú ert í.

Ég var aldrei almennilega sáttur með þurrhumlunina hjá mér, síðan hlustaði ég á sérfræðingana John Palmer og Jamil tala um þetta hér :
http://thebrewingnetwork.com/shows/Brew ... ry-Hopping" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Klukkutíma þáttur tileinkaður þurrhumlun.
Fyrir þá sem ekki nenna að hlusta á þetta allt þá var þetta sirka svona (eftir minni):
*Þurrhumla í poka(grisju), sótthreinsa grisjuna fyrst.
*Setja eitthvað þungt með í grisjuna (marmarkúlur eða málma sem er auðvelt að sótthreinsa)
*Leyfa gerjun að klárast 85-90% (þó enn bubbli smá) áður en þurrhumlað er.
*Ekki þurrhumla lengur en viku í einu, frekar að taka 5 daga-hlé-5 daga.
*Þurrhumla með amk 2 únsum (2*28g af humlum, pellet hops) fyrir hver 5 gallon, og smakka til þar til tilætluðum effekt er náð.
*Rouse-a gerjunarílátið á 2gja daga fresti til að ná þurrhumlunum í umferð aftur.

Þetta er svona það helsta sem ég dró útúr þessu. Endilega hlustið samt á þáttinn og myndið ykkur eigin skoðun á þessu.
Muna líka að það er svosem ekkert rétt eða rangt í þessu, bara það sem mönnum finnst best.

edit : ég var ekki sáttur með minni mitt og hlustaði á þáttinn, kom í ljóst að þetta var ekki alveg rétt fyrst, en ég lagaði það.
Last edited by gunnarolis on 23. Mar 2011 14:13, edited 2 times in total.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Þurrhumlun

Post by gunnarolis »

Gott kannski að taka það fram að þeir tala um eitthvað allt annað þangað til á 26. mínútu.

Ef þið viljið sleppa við bullshitið, setjið þá á mínútu 26.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Þurrhumlun

Post by bjarkith »

26 mín lofræða um Ástralíu ef þið hafið áhuga á því.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Þurrhumlun

Post by Örvar »

Takk fyrir þetta, ég kíki á þennan þátt þegar ég kem heim.

Ég verð þá væntanlega að ákveða hvenær ég tappa á flöskur áður en ég hendi humlunum útí
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Þurrhumlun

Post by atax1c »

Ég er einmitt líka með TriCentennial IPA í gerjun og hef verið að pæla í þessu líka.

Ég ætla að prófa að nota svokallaða "french press" aðferð. Menn gera þetta á mismunandi hátt, þú getur leitað að þessu á homebrewtalk.

Ég hugsa að ég prófi að setja humlana í pressuna og nota bara vatn, næstum sjóðandi og láta það liggja í 15 mínútur.

Pressa svo og fleyta bjórnum ofan á þessa blöndu. Þá sleppur maður við allar humla-agnir :)
User avatar
tolvunord
Villigerill
Posts: 25
Joined: 28. Aug 2009 13:40
Contact:

Re: Þurrhumlun

Post by tolvunord »

En gaman... kom akkurt hingað inn til að tékka á þurrhumlun, er líka með Tricentennial í gerjun :)

Takk fyrir góðar og gagnlegar upplýsingar.
Í gerjun: Tri-Centennial, Bee-Cave
Í þroskun:
Á flöskum:Jólaöl
Næst í gerjun : Jólaöl
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Þurrhumlun

Post by atax1c »

Jæja, ég var að "þurrhumla" áðan. Ætlaði að nota pressukönnu aðferðina en það kom í ljós að kannan mín er algjört drasl og ég gat ekkert pressað niður.

Þannig að ég sauð bara vatn og skellti því yfir humlana og lét bíða í 10 mín. Hrærði svo aðeins í blöndunni og setti hana svo í secondary glerkút og fleytti bjórnum yfir.

Ég held að þetta sé í raun mjög sniðugt og ég held að ég muni gera þetta aftur, þ.e. að "hydrate-a" humlana áður en ég set þá í bjórinn. Eins og einn segir á Homebrewtalk:
I find that this is a great technique for dry hopping. Just add a wee bit of boiling water (just enough to cover the pellets) and let them stand for 5 mins, then pitch the whole thing into the fermenter. The hot water helps release a lot of the resins and aromatics much better than if they were added directly into a cool fermenter alone.

I got this idea off a podcast on Basic Brewing Radio -- I think it was the Gerard Lemmens episode (1 Sept. 2005).
Og sýnið sem ég tók fyrir þurrhumlunina bragðaðist líka rosalega vel :)
jonhrafn
Villigerill
Posts: 4
Joined: 24. Mar 2011 23:45

Re: Þurrhumlun

Post by jonhrafn »

atax1c wrote:Jæja, ég var að "þurrhumla" áðan. Ætlaði að nota pressukönnu aðferðina en það kom í ljós að kannan mín er algjört drasl og ég gat ekkert pressað niður.

Þannig að ég sauð bara vatn og skellti því yfir humlana og lét bíða í 10 mín. Hrærði svo aðeins í blöndunni og setti hana svo í secondary glerkút og fleytti bjórnum yfir.

Ég held að þetta sé í raun mjög sniðugt og ég held að ég muni gera þetta aftur, þ.e. að "hydrate-a" humlana áður en ég set þá í bjórinn. Eins og einn segir á Homebrewtalk:
I find that this is a great technique for dry hopping. Just add a wee bit of boiling water (just enough to cover the pellets) and let them stand for 5 mins, then pitch the whole thing into the fermenter. The hot water helps release a lot of the resins and aromatics much better than if they were added directly into a cool fermenter alone.

I got this idea off a podcast on Basic Brewing Radio -- I think it was the Gerard Lemmens episode (1 Sept. 2005).
Og sýnið sem ég tók fyrir þurrhumlunina bragðaðist líka rosalega vel :)
Hvað ætlaru að láta þetta standa lengi áður en þú setur þetta á flöskur?
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Þurrhumlun

Post by atax1c »

Set þetta á kút þegar það er allt komið í gang hjá mér. Ég get geymt hann í nokkrar vikur þannig séð, hef engar áhyggjur.

Edit: Gæti þurft að endurhugsa þetta, sýnist ekki vera gott að láta bjórinn liggja lengi á humlunum.
Post Reply