viddi wrote:
Lagði í hafrastout í gær sem í uppskriftinni er með gravity (hvað heitir það annars á íslensku?) fyrir suðu 1.047 og OG 1.055. Ég er í pottahallæri svo ég þurfti að sjóða í tveimur pottum. Náði úr meskingu 18 lítrum sem passaði fínt í þann stærri. Þessir 18 lítrar sýndu eitthvað um 1.050 fyrir suðu, reyndar vel heitt svo það er ekki alveg að marka.
Svo "sparge-aði" ég (heitir það ekki líka eitthvað gáfulegt á íslensku?) en hef trúlega klúðrað því.
Helti 68° heitu vatni í meskikerið og lét renna beint í gegn. Það varð eðlilega að algeru pissi. Líklega hefið ég átt að láta það liggja svolitla stund áður en ég lét renna af. Held að gravity hafi ekki verið nema um 1.020 þar. Tók sumsé 8,5 lítra og setti í annan pott. Færði reyndar úr stærri pottinum líka til að jafna aðeins.
Eftir kælingu var OG eitthvað um 1.038 sem er nokkuð frá því sem uppskriftin segir. Og þá kemur að spurningunni loksins:
Uppskriftin segir FG 1.016. Teljið þið að ég eigi að miða við það eða reyna að koma því eitthvað neðar áður en ég tappa? Það er enginn dagafjöldi tilgreindur í gerjun svo ég hef ekkert að miða við annað en þetta. Smakkaði reyndar aðeins á úr mæliglasinu áðan og bragðaðist svakalega vel svo ég hef engar stórkostlegar áhyggjur.
þegar maður notar 2 potta, er gott að safna vökvanum fyrst í fötu og skipta síðan milli pottanna. ef það er mikill sætumunur milli pottanna þá er erfiðara að reikna út humla nýtnina. en ekkert hundrað í hættunni samt.
ef þú gerðir ráð fyrir OG 1055 og FG 1016 skv. uppskriftinni, þá er gert ráð fyrir 71% gerjun sem væntanlega stemmir við gerið sem þú notaðir.
Ef þú endaðir með OG 1038 getur þú búist við FG svona 1011 eða þar um bil. þú hefðir getað leiðrétt þetta aðeins með smá sykri í lok suðu ef þú hefðir mælt, en skiptir ekki öllu. því þú endar með öl sem verður líklega eins sterkt og írarnir vilja hafa státinn sinn, eða um 3,5% sem er mjög gott.
þú þarft bara að koma þér upp almennilegri suðutunnu og nota biab. ég mæli með 60 lítra síldartunnu og 3-4 element úr hitakötlum.
btw: gerjunarprósenta (apparent degree of fermentation )= 100 * (OG - FG)/(OG-1)