OG FG spurning

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

OG FG spurning

Post by viddi »

Sælir

Ætla að leyfa mér að ljóstra upp um fáfræði og klúður í bjórgerð til að geta borið upp spurningu. Það er vandfundinn hópur sem tekur eins vel á móti nýliðum og þessi svo ég læt það bara flakka.

Lagði í hafrastout í gær sem í uppskriftinni er með gravity (hvað heitir það annars á íslensku?) fyrir suðu 1.047 og OG 1.055. Ég er í pottahallæri svo ég þurfti að sjóða í tveimur pottum. Náði úr meskingu 18 lítrum sem passaði fínt í þann stærri. Þessir 18 lítrar sýndu eitthvað um 1.050 fyrir suðu, reyndar vel heitt svo það er ekki alveg að marka.
Svo "sparge-aði" ég (heitir það ekki líka eitthvað gáfulegt á íslensku?) en hef trúlega klúðrað því.
Helti 68° heitu vatni í meskikerið og lét renna beint í gegn. Það varð eðlilega að algeru pissi. Líklega hefið ég átt að láta það liggja svolitla stund áður en ég lét renna af. Held að gravity hafi ekki verið nema um 1.020 þar. Tók sumsé 8,5 lítra og setti í annan pott. Færði reyndar úr stærri pottinum líka til að jafna aðeins.
Eftir kælingu var OG eitthvað um 1.038 sem er nokkuð frá því sem uppskriftin segir. Og þá kemur að spurningunni loksins:
Uppskriftin segir FG 1.016. Teljið þið að ég eigi að miða við það eða reyna að koma því eitthvað neðar áður en ég tappa? Það er enginn dagafjöldi tilgreindur í gerjun svo ég hef ekkert að miða við annað en þetta. Smakkaði reyndar aðeins á úr mæliglasinu áðan og bragðaðist svakalega vel svo ég hef engar stórkostlegar áhyggjur.

Kveðja
Viðar
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: OG FG spurning

Post by hrafnkell »

Á þessu stigi málsins hefur þú voðalega lítið um FG að segja. Það fer eftir hita í meskingu, geri og fleiru. Ég myndi bara leyfa þessu að gerjast og sjá hvernig þetta kemur út - og muna að láta liggja aðeins í þegar þú skolar (sparge).
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: OG FG spurning

Post by ulfar »

Skildi ekki alveg frásögnina en hvað um það.
Gravity vil ég kalla þyngd á íslensku, t.d. upphafs- og lokaþyngd.
Við Eyvindur vorum sammála að orðið skola sé gott fyrir "sparge"

Varðandi loka þyngdina þá er best að bíða þar til gerjun er alveg lokið (froðan farin af bjórnum), mæla þyngdina og fagna niðurstöðunni sama hver hún er.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: OG FG spurning

Post by sigurdur »

Ég er ekki alveg sammála Úlfari með að nota orðið þyngd, það getur verið villandi.
Rétta orðið yfir "Specific Gravity" (sem þú ert að mæla) er eðlisþyngd, og má lesa betur um það hér.

En með lokaeðlisþyngdina, þá er eina ráðið bara að slaka á þangað til að gerjuninni er lokið og taka mælingu eftir það.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: OG FG spurning

Post by kristfin »

viddi wrote: Lagði í hafrastout í gær sem í uppskriftinni er með gravity (hvað heitir það annars á íslensku?) fyrir suðu 1.047 og OG 1.055. Ég er í pottahallæri svo ég þurfti að sjóða í tveimur pottum. Náði úr meskingu 18 lítrum sem passaði fínt í þann stærri. Þessir 18 lítrar sýndu eitthvað um 1.050 fyrir suðu, reyndar vel heitt svo það er ekki alveg að marka.
Svo "sparge-aði" ég (heitir það ekki líka eitthvað gáfulegt á íslensku?) en hef trúlega klúðrað því.
Helti 68° heitu vatni í meskikerið og lét renna beint í gegn. Það varð eðlilega að algeru pissi. Líklega hefið ég átt að láta það liggja svolitla stund áður en ég lét renna af. Held að gravity hafi ekki verið nema um 1.020 þar. Tók sumsé 8,5 lítra og setti í annan pott. Færði reyndar úr stærri pottinum líka til að jafna aðeins.
Eftir kælingu var OG eitthvað um 1.038 sem er nokkuð frá því sem uppskriftin segir. Og þá kemur að spurningunni loksins:
Uppskriftin segir FG 1.016. Teljið þið að ég eigi að miða við það eða reyna að koma því eitthvað neðar áður en ég tappa? Það er enginn dagafjöldi tilgreindur í gerjun svo ég hef ekkert að miða við annað en þetta. Smakkaði reyndar aðeins á úr mæliglasinu áðan og bragðaðist svakalega vel svo ég hef engar stórkostlegar áhyggjur.
þegar maður notar 2 potta, er gott að safna vökvanum fyrst í fötu og skipta síðan milli pottanna. ef það er mikill sætumunur milli pottanna þá er erfiðara að reikna út humla nýtnina. en ekkert hundrað í hættunni samt.

ef þú gerðir ráð fyrir OG 1055 og FG 1016 skv. uppskriftinni, þá er gert ráð fyrir 71% gerjun sem væntanlega stemmir við gerið sem þú notaðir.

Ef þú endaðir með OG 1038 getur þú búist við FG svona 1011 eða þar um bil. þú hefðir getað leiðrétt þetta aðeins með smá sykri í lok suðu ef þú hefðir mælt, en skiptir ekki öllu. því þú endar með öl sem verður líklega eins sterkt og írarnir vilja hafa státinn sinn, eða um 3,5% sem er mjög gott.

þú þarft bara að koma þér upp almennilegri suðutunnu og nota biab. ég mæli með 60 lítra síldartunnu og 3-4 element úr hitakötlum.

btw: gerjunarprósenta (apparent degree of fermentation )= 100 * (OG - FG)/(OG-1)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: OG FG spurning

Post by viddi »

Kærar þakkir allir fyrir skýr og skilmerkileg svör. Frábært að geta leitað til svona snillinga :)
Vona að næsta lögn gangi betur fyrir sig enda ýmis horn sem ég hef rekið mig á í þessari.

En þrautagöngunni er ekki lokið. Nú virðist gerjunin hætt - vatnslásinn þögull sem gröfin og mælingar hafa sýnt 1.030 tvo daga í röð. Það finnst mér ansi hátt og þess vegna langar mig að spyrja:

Gæti verið hugmynd að bæta geri í? Upphaflega setti ég Safale S-04 sem ég leysti upp í volgu vatni. Ef ég bæti geri í - er þá ekki málið að umhella í annað gerjunarílát og reyna að koma meira súrefni í vökvann? Eða hafa einhverjir einhverja aðra góða hugmynd. Ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því að það sé lágt hlutfall alkóhóls í bjórnum - bragðið er lofandi.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: OG FG spurning

Post by sigurdur »

Það er svo erfitt að segja til um hvað myndi laga þetta hjá þér.

1. Var meskihitastigið nokkuð of hátt?
2. Var meskihitastigið nokkuð of lágt?
3. Er mikið af óbreyttri sterkju í bjórnum?
4. Er gerjunarhitastigið nokkuð of kalt?
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: OG FG spurning

Post by kalli »

viddi wrote:Kærar þakkir allir fyrir skýr og skilmerkileg svör. Frábært að geta leitað til svona snillinga :)
Vona að næsta lögn gangi betur fyrir sig enda ýmis horn sem ég hef rekið mig á í þessari.

En þrautagöngunni er ekki lokið. Nú virðist gerjunin hætt - vatnslásinn þögull sem gröfin og mælingar hafa sýnt 1.030 tvo daga í röð. Það finnst mér ansi hátt og þess vegna langar mig að spyrja:

Gæti verið hugmynd að bæta geri í? Upphaflega setti ég Safale S-04 sem ég leysti upp í volgu vatni. Ef ég bæti geri í - er þá ekki málið að umhella í annað gerjunarílát og reyna að koma meira súrefni í vökvann? Eða hafa einhverjir einhverja aðra góða hugmynd. Ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því að það sé lágt hlutfall alkóhóls í bjórnum - bragðið er lofandi.
Safale S-04 gerjar vel og sest mjög hratt og þétt til botns (flocculant). Ég hef tvívegis lent í þessu sama, man ekki hvort það var með S-04 en það getur vel verið, en ég kom gerjun í gang aftur með því að þyrla gerinum upp. Ég hristi stampinn aðeins en það getur verið að það nægi að þyrla botnfallinu upp. Allavega svínvirkaði þetta.
Life begins at 60....1.060, that is.
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: OG FG spurning

Post by viddi »

Best að ég prófi það. Mælið þið með að bæta sykri í?

@ Sigurður:
1/2: Mældi hitastig bæði fyrir og eftir meskingu. Setti heitt út í kornið og hitti akkúrat á uppgefnar 68°. Meskikerið, vafið inn í gamla sæng hélt hitanum ótrúlega vel og stóð í rétt tæpum 68° eftir meskingu.
3: Nú kann ég ekki að svara því. Hvernig sé ég það? Finnst koma nokkuð mikið grugg með mælisýninu - tek út um stút neðst á fötunni - veit ekki hvort þú átt við það. Þess vegna velti ég líka fyrir mér að setja í aðra fötu og bæta við geri.
4: Gerjunarhitastigið á ekki að vera of lágt. Er með hitamæli sem liggur á fötunni sem sýnir akkúrat 20° sem er viðmiðunarhitastig í uppskriftinni. Annar mælir í sama litla herberginu sýnir 19° svo ég held varla. Þetta er lítið baðherbergi sem er með ofni inni á, enginn gluggi og hurðin lokuð svo það ætti varla að falla neitt að ráði á nóttunni.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: OG FG spurning

Post by kristfin »

taktu hreina sleif og hræðrðu aðeins í þessu og sjáðu hvort þetta skríði ekki af stað.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: OG FG spurning

Post by viddi »

Takk fyrir ábendingarnar. Hrærði duglega og viti menn - skömmu síðar byrjaði vatnslásinn að gefa frá sér þessi unaðslegu hljóð. Vonum að gerið hafi góða lyst það sem eftir er.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: OG FG spurning

Post by ulfar »

Gamalt íslenskt ráð, þegar gangur komst ekki í ölið, var að fá gestkomandi til þess að hræra með stafnum sínum í gilkerinu. Verst hvað það koma fáir í heimsókn með staf þessa dagana.

kv. Úlfar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: OG FG spurning

Post by sigurdur »

ulfar wrote:Gamalt íslenskt ráð, þegar gangur komst ekki í ölið, var að fá gestkomandi til þess að hræra með stafnum sínum í gilkerinu. Verst hvað það koma fáir í heimsókn með staf þessa dagana.

kv. Úlfar
Ég skal kíkja til þín með staf einn daginn .. ;)
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: OG FG spurning

Post by viddi »

Er enn að basla með þetta. Keypti mér pakka af Safale S-04 og er að spá í að flytja í annað gerjunarílát og skella nýju geri í. Teljið þið nokkuð að það sé óðs manns æði?
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: OG FG spurning

Post by kalli »

Það er ekki ólíklegt að gerjun sé einfaldlega lokið. Hvað segir mæling núna?
Life begins at 60....1.060, that is.
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: OG FG spurning

Post by viddi »

1.028. Búinn að hræra tvisvar upp gerkökunni síðan í 1.030.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: OG FG spurning

Post by sigurdur »

Prófaðu að skella nýjum gerpakka í, þú þarft ekki að flytja milli íláta tel ég.
Post Reply