Notaði miðvikudaginn og renndi 3 AG í gegnum græjurnar mínar og í gerjun. 
Tók annað run  af "copy" bjórnum, vegna mikils lofsöngs um hann.
Svo keyrði ég annan APA þar sem ég (vonandi) betrumbætti þann aðeins - meiri humlar og þéttari karmella.
Svo gerði ég einvherskonar tékkneskt-amerískt brúnöl með saaz humlum eingöngu. Smakk eftir suðu lofaði mjög góðu, Er spenntur fyrir þessum.
Gerlarnir farnir að úða í sig maltsykrinum með látum í morgun. Ná vætanlega hámarki á miðnætti á morgun og yfirgnæfa terturnar. Lofar góðu. 
Smelli uppskriftunum inn eftir nokkrar vikur af því sem ég er ánægður með.
			
			
									
						
										
						



