Óvísindalegur Samanburður á 1056 S05

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Óvísindalegur Samanburður á 1056 S05

Post by Braumeister »

Ég gerði um daginn Dead Guy líkan Pale Ale

70% Pale Ale
21% Munich
9 % CaraAmber

30 IBU bitrunarviðbót með Hallertauer Perla, rest Saazer.

OG 1064, 50 Rager IBU.

Þessu var skipt í tvær fötur og í aðra setti ég S05 og í hina 1056. Ég vonaði mikið að ég myndi ekki finna mun en strax við átöppun tók ég eftir því að þurrgerið var mun þéttara í sér.

Bragðmunur er einnig til staðar. Bjórinn með þurrgerinu er mun sætari á meðan að sem ég gerjaði með 1056 er nær því að vera í jafnvægi. Þetta passar vel við að annað gerið sé meira "floculant" en hitt.

Ég held samt að ég minnki CaraAmber niður í kanski 5 eða 6 prósent og OG í 1060 næst þegar ég tek þessa uppskrift.

En hvað um það. 1056 fór áfram í næsta bjór sem var gerjaður alfarið með 1056. Núna er í tunnunni svaðalegur IPA að nafni Fjelagsjóhann og helmingurinn er gerjaður með 3. kynslóðar 1056 á meðan hinn helmingurinn fékk nýjan pakka af S05.

Þetta eru spennandi tímar.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Óvísindalegur Samanburður á 1056 S05

Post by kristfin »

mundirðu segja þú værir sáttari með 1056?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Óvísindalegur Samanburður á 1056 S05

Post by gunnarolis »

Auðvitað er hann sáttari. Það er allt betra blautt.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Óvísindalegur Samanburður á 1056 S05

Post by Braumeister »

kristfin wrote:mundirðu segja þú værir sáttari með 1056?
Erfitt að dæma þetta út frá einni tilraun og einni uppskrift. Mér finnst 1056 bjórinn vissulega betri, en það er sennilega vegna þess að hann er í mun betra jafnvægi og virkar þannig hreinni og drekkanlegri.

Það að annar sé sætari en hinn er samt ekkert sem ekki væri hægt að laga í næstu tilraun með því að meskja við lægra hitastig eða nota minna CaraAmber.

Verður spennandi að sjá hvernig IPA-inn kemur út.

Gunnarolis: Þetta blauta þarf samt að undirbúa. Ekkert alltaf sem maður nennir því.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Post Reply