Ég gerði um daginn Dead Guy líkan Pale Ale
70% Pale Ale
21% Munich
9 % CaraAmber
30 IBU bitrunarviðbót með Hallertauer Perla, rest Saazer.
OG 1064, 50 Rager IBU.
Þessu var skipt í tvær fötur og í aðra setti ég S05 og í hina 1056. Ég vonaði mikið að ég myndi ekki finna mun en strax við átöppun tók ég eftir því að þurrgerið var mun þéttara í sér.
Bragðmunur er einnig til staðar. Bjórinn með þurrgerinu er mun sætari á meðan að sem ég gerjaði með 1056 er nær því að vera í jafnvægi. Þetta passar vel við að annað gerið sé meira "floculant" en hitt.
Ég held samt að ég minnki CaraAmber niður í kanski 5 eða 6 prósent og OG í 1060 næst þegar ég tek þessa uppskrift.
En hvað um það. 1056 fór áfram í næsta bjór sem var gerjaður alfarið með 1056. Núna er í tunnunni svaðalegur IPA að nafni Fjelagsjóhann og helmingurinn er gerjaður með 3. kynslóðar 1056 á meðan hinn helmingurinn fékk nýjan pakka af S05.
Þetta eru spennandi tímar.