Fyrsti AG skammturinn í vinnslu

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Tryggvi
Villigerill
Posts: 1
Joined: 5. Jul 2010 18:07

Fyrsti AG skammturinn í vinnslu

Post by Tryggvi »

Við tveir félagar ákváðum að leggja fyrir okkur bjórbruggun.
Sjálfsögðu ákváðum við að henda okkur beint út í djúpu laugina og byrja á all grain bjór.

Allt hefur gengið vel, pöntuðum humla á netinu, korn og ger frá Ölvishollti.
Eftir mikla rannsóknarvinnu á netinu um bjórbruggun, m.a. hérna, þessi síða hefur hjálpað okkur mikið. Ákváðum við að henda okkur í þetta, eini gallinn var að við pöntuðum ómalað korn. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum héldum við að malað korn væri ekki með mikið endingargildi og að mala korn væri nú lítið mál.

Við prófuðum venjulegan "blender", einnig hakkavél en ekkert virðist skila nógu góðri niðurstöðu.

Því erum við að forvitnast um hjálp við að mala korn. Erum með um 7 kíló af korni samtals.

Allar ráðleggingar vel þegnar.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Fyrsti AG skammturinn í vinnslu

Post by arnarb »

Sæll Tryggvi.

Það eru nokkrir hér á spjallinu sem eiga kvörn til að mala kornið, þar á meðal ég. Við höfum verið óhræddir að leyfa fólki að mala kornið ef fólk kemur með það, en ég er hinsvegar að fara útúr bænum í fyrramálið og verð á mánudagsfundi Fágunar í kvöld.

Ég er ekki með bor tengdan við kvörnina þannig að þetta er smá "æfing" að taka 7 kíló :)

Ef engin annar svarar ykkur gætur þú haft samband við mig síðar í kvöld, eftir fundinn og komið og malað. 4771233.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Fyrsti AG skammturinn í vinnslu

Post by halldor »

Ég get malað þetta fyrir þig í kvöld eða á fimmtudagskvöldið.
Sláðu á þráðinn - 824-2453
Plimmó Brugghús
Post Reply