fyrsti bjor

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

fyrsti bjor

Post by creative »

sælir gerlingar

nú er ég búin að vera profa mig áframm í léttu víni (hvítu, rauðu og smá eplavín) en hef ekki ennþá profað bjor. ég er búin að vera þræða flest topic hér á þessu spjalli með þann tilgang að fræðast um bjorgerð og er á því að ég vilji bara pannta mér kit svona í fysta skiptið í staðin fyrir að vera velja og leita af hráefnum

eftir nokkura leit fann ég eitt kit sem mig langar að fá álit á það heytir Vienna No. 1

og innihaldið er

* 6 lbs M/F Light Malt Extract
* 0.5 lb. Dingemans' Munich
* 0.5 lb. Dingemans' Cara-Munich
* 0.5 lb. Dingemans' Special-B
* 1 oz. Tettnang (5% Alpha) boiled 60 minutes
* 0.5 oz. Czech Saaz boiled 5 minutes
* White Labs German Lager

langar að heyra álit á þessu kitti hvort það sé eikkað vit í þessu

slóðin á þessu kitti er
http://www.beernut.com/zen-cart/index.p ... ts_id=2603" onclick="window.open(this.href);return false;

ef einhver vill pannta eikkað með mér og deila sendigarkostnaði þá er hinum sama velkomið að hafa samband við mig

kveðja
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: fyrsti bjor

Post by Idle »

Þetta er áreiðanlega hin fínasta uppskrift, og Vienna Lager stíllinn er tvímælalaust spennandi. En hefurðu aðstöðu til að gera lagerbjór?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: fyrsti bjor

Post by Classic »

Þessi kit eru fínn stökkpallur til að koma sér af stað, og hef ég ekkert nema góða reynslu af því að búa til bjór úr svona extrakt kittum, en myndi ráðleggja þér að panta a.m.k. 2-3 í einu til að ná niður kostnaði pr. kit. Þegar ég var að browsa fyrir mína fyrstu pöntun náði ég kostnaði pr. kit úr tæpum 10 þúsundum í rétt rúm 7 bara með því að hafa þau 3 frekar en bara 1 (eða reyndar voru það tvö kitt og ein uppskrift héðan sem ég lagaði að extrakt bruggun og pakkastærðum hjá söluaðila). Hef verslað við http://www.northernbrewer.com/, hafa komið best út í heildarkostnaði fyrir það dót sem ég hef verið að leitast eftir.

Ef málið með aðeins eitt kitt er að þú ert eitthvað efins um að nenna þessari auknu fyrirhöfn sem fylgir bjór samanborið við vín, og vilt búa til eina lögun af bjór til að sjá hvort þú kemur til með að nenna aukahandtökunum væri sennilega hagstæðara að byrja á einu forhumluðu kitti úr búðunum hér heima, en til að fá skárri bjór úr því nota þá frekar en kíló af sykri annað hvort tvær dósir í lögnina, eina dós með 3 krukkum af bökunarmalti sem fæst í matvörubúðum (ég gerði það í fyrstu tilraun, og varð bara þokkalegur bjór úr því þótt hann hafi ekkert verið nein æpandi snilld eins og sumt sem á eftir kom, þá varð hann vel drekkanlegur, og talsvert betri fyrir minn smekk en ansi margt úr Ríkinu), eða eina dós með einni af óhumluðu extrakti, sem fæst víst líka í Ámunni þótt það sé ekki á heimasíðunni þeirra (gott ef það er ekki sama sýróp og fylgir þessu kitti, finnst ég fá voða litlar upplýsingar af þessari beernut síðu, eða í það minnsta er síðan eitthvað að vefjast fyrir mér svo mér finnst ég voða lítið finna, en þætti voða spes ef amerísk verslun er að selja breskt extrakt ferskt í bulki).

Þá er örugglega líka, viljir þú fara nær því að gera þetta "almennilega" strax í fyrstu tilraun, og grunur minn með M/F dósirnar reynist réttur, hægt að kaupa tvær af þessum Munton's sýrópsdósum hér heima, og auglýsa eftir humlum og geri hér á smáauglýsingakorknum, en mig minnir reyndar að dósirnar séu svo dýrar að það er tæpast að það borgi sig nema í styttri bið eftir hráefnunum.

Bara svona tvö eða þrjú sent í umræðuna frá öðrum sem harkar þetta í sérinnfluttu extrakti. Gangi þér vel með þetta :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Re: fyrsti bjor

Post by creative »

Idle wrote:Þetta er áreiðanlega hin fínasta uppskrift, og Vienna Lager stíllinn er tvímælalaust spennandi. En hefurðu aðstöðu til að gera lagerbjór?
á eftir að redda mér pott en ég á flest áhöld en þetta er ekki að fara gerast fyrr en eftir 2 mánuði þar sem ég er sjómaður þá mun ég gera þetta í næsta fríi þannig að ég hef nógan tíma til að plana þetta eins og er.
mér leyst vel á að setja glerkút í plastfötu og dæla köldu vatni í til að halda þessu köldu við gerjun, eins og einn
meðlimur sýndi framm á mun sennilega gera það

á reynda líka eftir að redda mér kælispíral en mun sennilega smíða þannig eða panta af ebay

kveðja
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Re: fyrsti bjor

Post by creative »

Classic wrote:Þessi kit eru fínn stökkpallur til að koma sér af stað, og hef ég ekkert nema góða reynslu af því að búa til bjór úr svona extrakt kittum, en myndi ráðleggja þér að panta a.m.k. 2-3 í einu til að ná niður kostnaði pr. kit. Þegar ég var að browsa fyrir mína fyrstu pöntun náði ég kostnaði pr. kit úr tæpum 10 þúsundum í rétt rúm 7 bara með því að hafa þau 3 frekar en bara 1 (eða reyndar voru það tvö kitt og ein uppskrift héðan sem ég lagaði að extrakt bruggun og pakkastærðum hjá söluaðila). Hef verslað við http://www.northernbrewer.com/, hafa komið best út í heildarkostnaði fyrir það dót sem ég hef verið að leitast eftir.

Ef málið með aðeins eitt kitt er að þú ert eitthvað efins um að nenna þessari auknu fyrirhöfn sem fylgir bjór samanborið við vín, og vilt búa til eina lögun af bjór til að sjá hvort þú kemur til með að nenna aukahandtökunum væri sennilega hagstæðara að byrja á einu forhumluðu kitti úr búðunum hér heima, en til að fá skárri bjór úr því nota þá frekar en kíló af sykri annað hvort tvær dósir í lögnina, eina dós með 3 krukkum af bökunarmalti sem fæst í matvörubúðum (ég gerði það í fyrstu tilraun, og varð bara þokkalegur bjór úr því þótt hann hafi ekkert verið nein æpandi snilld eins og sumt sem á eftir kom, þá varð hann vel drekkanlegur, og talsvert betri fyrir minn smekk en ansi margt úr Ríkinu), eða eina dós með einni af óhumluðu extrakti, sem fæst víst líka í Ámunni þótt það sé ekki á heimasíðunni þeirra (gott ef það er ekki sama sýróp og fylgir þessu kitti, finnst ég fá voða litlar upplýsingar af þessari beernut síðu, eða í það minnsta er síðan eitthvað að vefjast fyrir mér svo mér finnst ég voða lítið finna, en þætti voða spes ef amerísk verslun er að selja breskt extrakt ferskt í bulki).

Þá er örugglega líka, viljir þú fara nær því að gera þetta "almennilega" strax í fyrstu tilraun, og grunur minn með M/F dósirnar reynist réttur, hægt að kaupa tvær af þessum Munton's sýrópsdósum hér heima, og auglýsa eftir humlum og geri hér á smáauglýsingakorknum, en mig minnir reyndar að dósirnar séu svo dýrar að það er tæpast að það borgi sig nema í styttri bið eftir hráefnunum.

Bara svona tvö eða þrjú sent í umræðuna frá öðrum sem harkar þetta í sérinnfluttu extrakti. Gangi þér vel með þetta :)
þakka þér fyrir það mun skoða þessa síðu sem þú ert vanur að pannta frá. ein spurning senda þeir beint til íslands ? en já mér er alveg fúlasta alvara með þetta er búin að vera eins og ég segi smá í léttu og er búin að sanka að mér aðeins af tólum þannig að að uppgrada yfir í bjor ætti ekki að' vera mikið mál

þakka svörinn kveðja
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: fyrsti bjor

Post by Classic »

Þeir senda ekki beint, hef flutt þetta inn í gegnum ShopUSA. Á móti kemur að þeir eru með flatt 8 dollara flutningsgjald innan Bandaríkjanna, sem lækkar rosalega kostnað "miðað við höfðatölu" með stækkandi pöntunum. Ef þessir senda beint er samt um að gera að gera verðsamanburð, því ShopUSA er sjaldan hagstæðara ef í boði er að fá sent beint. Ég er þó ekki alveg klár á því hvað leggst ofan á, ef eitthvað, annað en virðisaukaskatturinn, hvort það gæti verið einhver Ömmatollur eða önnur vörugjöld...

Svo er all grain náttúrulega alltaf hagstæðasti kosturinn til lengri tíma litið ef pláss og græjur eru ekki fyrirstaða, en svona extrakt uppskriftir geta komið frábærlega út líka, hvort sem þú ert að nota þær sem stökkpall til stærri framkvæmda eða heldur þig við þær af einhverjum ástæðum. Apaspil fölölið mitt er að fá frábæra dóma hjá langflestum sem smakka (reynar öllum hingað til sem á annað borð hafa smekk fyrir bjór sem bragð er að), þó maltið í því sé eingöngu DME, ég er hreinlega í standandi vandræðum, flöskurnar klárast svo hratt :beer:
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: fyrsti bjor

Post by Stebbi »

Ég var að tala við innflutningsdömuna hjá Kjarnavörum í dag og hún á 15kg af bakara DME á rúman 5000 kall. Ég plataði hana til að reyna að fá upplýsingar frá framleiðandanum um hverslags bygg væri notað og í hvaða gæðaflokki, eins líka upplýsingar um bæði dökka og ljósa extractið sem þau eiga á lager núna. Hún lofaði að meila á mig um leið og þeir svara henni.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: fyrsti bjor

Post by kristfin »

geturðu ekki reddað smá af þessu. væri gaman að gera próf á þessu. brugga 2l bjór úr community malt, bakara malti og dme. smakka síðan saman.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: fyrsti bjor

Post by Stebbi »

Ég skal koma með ljóst bakaramalt til þín þegar ég kaupi af þér gerið.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: fyrsti bjor

Post by Classic »

Væri gaman að heyra meira um þetta Kjarnavörumalt, heljarinnar fyrirhöfn og biðtími (að ekki sé talað um kostnaðinn) að vera að sækja þetta alla leið til Ameríku.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Re: fyrsti bjor

Post by creative »

Classic wrote:Væri gaman að heyra meira um þetta Kjarnavörumalt, heljarinnar fyrirhöfn og biðtími (að ekki sé talað um kostnaðinn) að vera að sækja þetta alla leið til Ameríku.
X2
Post Reply