Þessi kit eru fínn stökkpallur til að koma sér af stað, og hef ég ekkert nema góða reynslu af því að búa til bjór úr svona extrakt kittum, en myndi ráðleggja þér að panta a.m.k. 2-3 í einu til að ná niður kostnaði pr. kit. Þegar ég var að browsa fyrir mína fyrstu pöntun náði ég kostnaði pr. kit úr tæpum 10 þúsundum í rétt rúm 7 bara með því að hafa þau 3 frekar en bara 1 (eða reyndar voru það tvö kitt og ein uppskrift héðan sem ég lagaði að extrakt bruggun og pakkastærðum hjá söluaðila). Hef verslað við 
http://www.northernbrewer.com/, hafa komið best út í heildarkostnaði fyrir það dót sem ég hef verið að leitast eftir.
Ef málið með aðeins eitt kitt er að þú ert eitthvað efins um að nenna þessari auknu fyrirhöfn sem fylgir bjór samanborið við vín, og vilt búa til eina lögun af bjór til að sjá hvort þú kemur til með að nenna aukahandtökunum væri sennilega hagstæðara að byrja á einu forhumluðu kitti úr búðunum hér heima, en til að fá skárri bjór úr því nota þá frekar en kíló af sykri annað hvort tvær dósir í lögnina, eina dós með 3 krukkum af bökunarmalti sem fæst í matvörubúðum (ég gerði það í fyrstu tilraun, og varð bara þokkalegur bjór úr því þótt hann hafi ekkert verið nein æpandi snilld eins og sumt sem á eftir kom, þá varð hann vel drekkanlegur, og talsvert betri fyrir minn smekk en ansi margt úr Ríkinu), eða eina dós með einni af óhumluðu extrakti, sem fæst víst líka í Ámunni þótt það sé ekki á heimasíðunni þeirra (gott ef það er ekki sama sýróp og fylgir þessu kitti, finnst ég fá voða litlar upplýsingar af þessari beernut síðu, eða í það minnsta er síðan eitthvað að vefjast fyrir mér svo mér finnst ég voða lítið finna, en þætti voða spes ef amerísk verslun er að selja breskt extrakt ferskt í bulki). 
Þá er örugglega líka, viljir þú fara nær því að gera þetta "almennilega" strax í fyrstu tilraun, og grunur minn með M/F dósirnar reynist réttur, hægt að kaupa tvær af þessum Munton's sýrópsdósum hér heima, og auglýsa eftir humlum og geri hér á smáauglýsingakorknum, en mig minnir reyndar að dósirnar séu svo dýrar að það er tæpast að það borgi sig nema í styttri bið eftir hráefnunum.
Bara svona tvö eða þrjú sent í umræðuna frá öðrum sem harkar þetta í sérinnfluttu extrakti. Gangi þér vel með þetta 
