Gelatín - "cold crash"

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Gelatín - "cold crash"

Post by Idle »

Í vetur er ég að velta fyrir mér möguleikum á "cold crash" á svölunum þar sem ég hef engan auka kæliskáp. Hitastigið er náttúrlega mjög rokkandi, en þó það fari úr -3 í 5°C á tvisvar á 48 stunda fresti (eða þar um bil), held ég að það ætti ekki að koma að sök. Bjórinn er ekki það snöggur að fara úr ~18°C niður í þessar tölur hvort eð er. Hvað finnst ykkur?

Þá kemur að næstu spurningu - hafið þið prófað gelatín? Eftir því sem ég hef lesið mér til, er heppilegast að nota það á sama tíma og "cold crash", og þ. a. l. rétt fyrir átöppun.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by Eyvindur »

Þekki gelatín ekkert. En með kælinguna held ég að rokkandi hitastig skipti litlu máli, að því gefnu að bjórinn frjósi ekki. Þú ert að nota kuldann til að fella snefilefni úr vökvanum, en gerið verður væntanlega óvirkt - sem þýðir að hitabreytingar, að því gefnu að þær séu í svona miklum kulda, ættu ekki að hafa nein áhrif á það og þar af leiðandi ekki á bragðið. Tek fram að ég hef ekkert fyrir mér í þessu, er eingöngu að giska út frá því sem ég þykist vita um áhrif hitabreytinga á estera og virkni gers... Ég myndi fara varlega í þetta með lagerger, en ef þú ert með ölger hugsa ég að þetta væri í góðu lagi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by Idle »

Krassið virkar mjög vel. Þrír til fimm sólarhringar undir 5°C. Nóg eftir af virku geri til að kolsýra á flöskum. Efast um að ég leggi í gelatín tilraunir að svo stöddu, fjörugrös og "kuldafelling" virka afbragðs vel.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
humall
Villigerill
Posts: 16
Joined: 26. Jun 2009 14:01

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by humall »

Ég geri þetta alltaf þegar aktífri bruggun er lokið, kæli um ca 10 gráður til að gerið klumpi sig almennilega og falli betur út, bara í 12-24 klst eða svo. Hef ekki profað írskan mosa og gelatín. Annars held ég að löng lagering geri bjórinn tærari ef maður nennir að bíða.

kv í borgina
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by sigurdur »

Ég prófaði að nota gelatín um daginn og notaði eftirfarandi aðferð:
  • Fyrst setti ég bjórinn í tóman ísskáp (í primary) 3 dögum eftir að hann var búinn að gerjast (mælt nokkra daga í röð) og stillti ísskápinn á köldustu stillinguna (það er í lagi ef bjórinn fer í -1 °C)
  • Eftir 2 daga þá gerði ég hálfa gelatín plötu tilbúna (aðferð að neðan) og skellti svo gelatín sullinu beint í primary dunkinn. Gelatínið á að vera eins heitt og hægt er. Muna bara að hella rólega svo að oxun eigi sér ekki stað.
  • Bjórinn fékk að bíða í eins köldu hitastigi og ísskápurinn gat haldið í 4 daga. (bjórinn er núna kristaltær)
  • Átöppun og bið á meðan bjórinn nær upp kolsýru (1-2 vikur að lágmarki).
Ég útbjó gelatín sullið á eftirfarandi máta:
  • Brjóta hálfa gelatín plötu (eða nota 1 tsk ef þú átt gelatínperlur)
  • Leggja gelatínið í hálfan bolla (1.25 dl) af köldu vatni og leyfa því að sitja í 20 mín. Gelatínið blómstrar við þetta. Gott er að setja þetta bara beint í lítinn pott.
  • Núna þarf að hita gelatínið í uþb 70-71 °C og halda því þar í 10-15 mín. Ég nota hitamæli til að geta fylgst með hitastiginu nákvæmlega. Ég set lok á pottinn á sama tíma. Gott að hræra vel á meðan það er að hitna svo að gelatínið brenni ekki við.
  • Þegar 15 mín eru liðnar þá tek ég pottinn af hellunni og helli honum beint í ískaldan bjórinn
A.T.H. gelatín sullið má EKKI sjóða. Ef þið haldið hitastiginu ekki við 70 °C, þá eigið þið á hættu að búa til jello-bjór.
Ef þið gleymið ykkur og hitastig sullsins hækkar yfir 90°C þá skaltu hella því og byrja upp á nýtt.

Bjórinn sem að ég prófaði þetta á varð alveg kristal tær við 3 °C eftir lítinn sem engan geymslutíma. Ekkert chill-haze. :cool:
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by Oli »

Sigurður, hrærðirðu upp í bjórnum eftir að gelatínið fór í?
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by sigurdur »

Oli wrote:Sigurður, hrærðirðu upp í bjórnum eftir að gelatínið fór í?
Nei, ég treysti eðlisfræðinni algjörlega (heitt leitar upp).

Fyrst þá hafði ég miklar áhyggjur um að þetta myndi ekki virka, en þar sem að ég vildi ekki grugga upp drasli þá ákvað ég bara að kalla þetta góða tilraun.
Þegar ég hellti varlega úr pottinum og ofan í kalt gerjunarílátið, þá reyndi ég að dreifa gelatíninu betur með því að hella hægum og stöðugum straumi yfir sem breiðasta svæði sem kostur var á.

Ég skal taka mynd af ísköldum bjór í glasi á eftir eða á morgun og smella henni í þráðinn.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by Andri »

Djöfull eru dagarnir lengi að líða hjá þér :P
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by sigurdur »

Hehe, sorry. Gleymdist ;)

Ég skal skella mynd í kvöld.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by sigurdur »

Loksins loksins ..

Image

Er því miður með lélega myndavél á símanum en þessi mynd ætti vonandi að sýna hvernig bjórinn verður (hann var mjög kaldur þegar ég tók myndina, mögulega í kring um 3°C).
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by Oli »

Fín ástæða til að fá sér einn kaldann á þriðjudagskvöldi
"ég þarf að taka mynd af honum til að sýna liðinu skýrleikann!"
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by sigurdur »

Ein ástæða fyrir hvern dag ;)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by Eyvindur »

Ástæða? Mér finnst þessi yfirleitt nægja: "Ég á bjór. Ég drekka bjór. Bjór góður."
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by Idle »

Eyvindur wrote:Ástæða? Mér finnst þessi yfirleitt nægja: "Ég á bjór. Ég drekka bjór. Bjór góður."
Hárrétt! Því ættum við að þurfa sérstaka ástæðu til bjórdrykkju? Ekki afsaka aðrir kók- og annað gosþamb eða gefa upp sérstakar ástæður. :)

Leiðrétt fyrir nafna. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by sigurdur »

Við erum komnir svolítið offtopic finnst mér, en ástæða er ekki afsökun :)
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by Höddi birkis »

Snilld ég ættla að prófa þetta! en er engin hætta á að gerkakan fari á ferð ef maður er að færa bjórinn í ískáp í primary?
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by hrafnkell »

Höddi birkis wrote:Snilld ég ættla að prófa þetta! en er engin hætta á að gerkakan fari á ferð ef maður er að færa bjórinn í ískáp í primary?
Hún er fljót að setjast aftur :)
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by Höddi birkis »

Nice :beer:
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by Höddi birkis »

núna er cooperinn búinn að gerjast í viku við 21-23c°, ég búinn að taka mælingar þrjá daga í röð og FG er 1010, ég smakkaði aðeins á honum í gær og og verð að viðurkenna að hann er soldið bragðlaus, sé eiginlega eftir því að hafa ekki notað tvö kitt í staðin fyrir dextrine, anyway var að spá í að láta þetta sitja bara í 5 daga í viðbót við 21-23c°, setja hann svo í kælir í þrjá daga við eins mikinn kulda og ég get og bæta svo gelatíninu útí, spurningin er tappa ég strax á flöskur eftir gelatínið eða set ég hann aftur í kæli í smá stund?
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by sigurdur »

Ég geymi minn alltaf í kæli í nokkra daga eftir að ég set gelatínið.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by kristfin »

ætli það sé ekki sniðugt að prófa að setja gelatin í þegar þetta fer á kút. kúturinn fer síðan í 4° hjá mér og bjórinn getur dundað sér við að falla meðan hann er að kolsyrast
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by Eyvindur »

Væri engin hætta á stíflu þannig?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by Höddi birkis »

ég var að horfa á video á youtube í gær þar sem gelatine var sett á kút og allt í fínu þar
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by Eyvindur »

Ókey. Gott að vita.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Gelatín - "cold crash"

Post by kristfin »

ég var að skoða þetta á netinu. finnst sumir vera soldið frjálslegir með hitann, miðað við það sem siggi segir allavega.

væri eitthvað að því að setja þetta í primary um leið og maður fleytir yfir til að blanda þessu almennilega saman
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply