Oli wrote:Sigurður, hrærðirðu upp í bjórnum eftir að gelatínið fór í?
Nei, ég treysti eðlisfræðinni algjörlega (heitt leitar upp).
Fyrst þá hafði ég miklar áhyggjur um að þetta myndi ekki virka, en þar sem að ég vildi ekki grugga upp drasli þá ákvað ég bara að kalla þetta góða tilraun.
Þegar ég hellti varlega úr pottinum og ofan í kalt gerjunarílátið, þá reyndi ég að dreifa gelatíninu betur með því að hella hægum og stöðugum straumi yfir sem breiðasta svæði sem kostur var á.
Ég skal taka mynd af ísköldum bjór í glasi á eftir eða á morgun og smella henni í þráðinn.