Næsti fundur Fágunar verður opinn fundur fyrir alla meðlimi Fágunar og aðra áhugasama.
Ef þú ætlar að mæta á fundinn, vinsamlegast staðfestu mætinguna með svari í þráðinn.
Umræðuefni:
Áætlun stjórnar Fágunar næsta árið.
Ávinningur á því að vera meðlimur í Fágun.
Bjórsmökkun á keppnisbjór og öðrum bjór sem að þið vlijið bjóða upp á.
Annað efni.
Fundarstaður:
Fundurinn verður haldinn á Vínbarnum.
Fundartími:
Mánudaginn 7. Júní kl. 20:30
Ef þú vilt að eitthvað verði rætt, vinsamlegast greindu frá því í þræðinum.
Nennir einhver að koma með svona dósabor 38mm til að lána mér?
ég er nefnilega kominn með tunnu og element...
Takk takk,
Bjarni
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)
Ömm ég kemst víst ekki. afsakið hvað það tilkynnist seint.
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)
við smökkuðum restina af bjórunum sem voru eftir síðan úr keppninni. þeir voru margir og mismunandi.
ég mætti með Korval og gaf smakk. þeir sem þekktu Orval voru á því að hann væri bragðmeiri og meiri angan, en bragðið mjög svipað. vonandi á hann bara eftir að batna. Korval svona rétt eins og Orval er ekki allra og þeir sem þekktu til sveittra hesta eða blautra hunda í símaklefum gátu fundið lyktinni samastað
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Korval fellur í 'aquired taste' flokkinn hjá mér, svona eins og gráðostur. Samt gat maður ekki hætt að smakka á honum til að finna út úr bragðinu. Reglulega óvenjulegur bjór sem á alveg rétt á sér.
Maður fann það alveg á smakkinu að All-Grain er málið, nú þarf bara að henda saman græjum og demba sér í það.
Takk fyrir mig.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L