Ábendingar fyrir fyrsta AG

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Ábendingar fyrir fyrsta AG

Post by atax1c »

Sælir. Nú styttist í fyrstu bruggun. Langaði að spyrja nokkurra spurninga, það væri frábært að fá svör við þeim.

1. Getiði mælt með góðri byrjanda-uppskrift sem notar bara hráefnin sem fást hér á landi/Ölvisholti ?

2. Þegar maður mælir OG og FG, þá mælir maður OG eftir suðu þegar maður er búinn að kæla og FG eftir gerjun ?

3. Eruði að nota svokallaða "starters" ? Eða er hægt að skella bara þurru gerinu útí gerjunarfötuna ? Þyrfti ég ekki að panta eitthvað malt extract að utan til að geta búið til starter ?

:skal:
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Ábendingar fyrir fyrsta AG

Post by Idle »

Hér eru ýmsar fínar uppskriftir úr þeim hráefnum sem fást í ÖB. Brúðkaupsölið hans Úlfars hefur vakið mikla lukku, og eins eru hveitibjórar vinsælir. Líttu á þræðina undir uppskriftum og hvað sé verið að brugga.

Það er rétt hjá þér varðandi mælingarnar. OG (Original gravity) er strax eftir suðu, FG (Final gravity) er að gerjun lokinni. Svo er gjarnan mælt strax að meskingu lokinni, og áður en suða hefst (preboil gravity).

Starter er ekki viðeigandi fyrir þurrger, þar sem það inniheldur nægan fjölda gerfruma og fullt af næringu þar að auki.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Ábendingar fyrir fyrsta AG

Post by atax1c »

Takk fyrir skjót svör. Þannig að ég þarf ekkert að gera starter úr þurrgeri ? Dembi því bara beint í blönduna ?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ábendingar fyrir fyrsta AG

Post by sigurdur »

1. Það eru fullt af uppskriftum sem að fólk hefur sett saman úr hráefnum frá ÖB. "Hvað er verið að brugga" korkurinn inniheldur slatta.
2. Já. Taktu samt mælingu fyrir suðu (pre boil)
3. Ef þú ert með þurrger, þá þarft þú ekki neinn starter. Bleyttu bara upp í gerinu (getur googl'að "rehydrating yeast") hálftíma áður en þú setur það í.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Ábendingar fyrir fyrsta AG

Post by halldor »

atax1c wrote:1. Getiði mælt með góðri byrjanda-uppskrift sem notar bara hráefnin sem fást hér á landi/Ölvisholti ?
Ég mæli með að vera ekkert að hafa þetta of flókið til að byrja með. Við félagarnir erum búnir að gera tvo mismunandi SMaSH (Single Malt and Single Hop) og hafa þeir komið mjög vel út. Báðir voru þeir með Pale Ale malti og amerískum humlum. Sá fyrri með Simcoe og hinn seinni með Amarillo.
Ég væri persónulega til í að prófa Cascade SMaSH og mæli því með því að þú prófir það og komir svo með smakk á einhvern fund :D

Það er mjög gaman að "kynnast" humlunum (og maltinu) á þennan hátt.
Plimmó Brugghús
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Ábendingar fyrir fyrsta AG

Post by arnarb »

Ég mæli með að þú setir gerið í volg vatn (soðið og kælt). Ég prófaði að setja gerið beint í virtin og mér fannst það ekki virka eins vel og að "hydreta" það.

Þú getur samt sett gerið beint út í virtin og fengið ágætis bjór, en ég mæli með því að "hydretate"-a gerið til að koma því af stað til að fjölga sér.

kv. Arnar
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Ábendingar fyrir fyrsta AG

Post by Idle »

Að bleyta eða ekki bleyta í gerinu - það er spurningin! Þetta er svipað fyrirbæri og að nota "secondary" eða ekki "secondary". Hálfgerð goðsögn, hálfur sannleikur. Gerframleiðendur mæla stundum með þessu, en ég hef ekki fundið neinar vísindalegar sannanir þess að það hafi nokkur áhrif á endanlega útkomu bjórsins. Þurrgerspakkningar eiga að innihalda nægan frumufjölda og næringu til að tryggja góða gerjun, án frekari aðhlynningar. Blautger sem rækta þarf upp, er annar handleggur.

Sjálfur hef ég aldrei bleytt upp í þurrgeri áður en ég sáldra því yfir kældan og súrefnismettaðan virt. Það hefur gengið vel.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ábendingar fyrir fyrsta AG

Post by sigurdur »

Ástæðan fyrir að bleyta í þurrgeri er ekki endilega endaniðurstaðan, heldur áhættutakmörkunin við sýkingu. Sumir gera það ekki og fá frábærar niðurstöður.

Ég hef keyrt bílinn minn í mörg ár án þess að lenda í neinu óhappi þar sem að belti kemur að góðum notum .. ætti ég að spara tíma með því að hætta að spenna mig í belti?
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Ábendingar fyrir fyrsta AG

Post by atax1c »

Takk fyrir svörin strákar, hrikalega er þetta vinalegt spjallborð ;)

Þetta fer allt að gerast, vorum að skella elementi í suðutunnuna í gær og prófuðum. Gekk eins og í sögu og lak ekki neitt, svo er bara að kaupa fleiri element.

Gerði líka geggjaða grind úr CPVC rörum fyrir meski-tunnuna, hugsa að við borum nokkur göt á rörin í staðinn fyrir að skera rifur í þau.

Nú þarf bara krana og einhverja þéttingu fyrir hann á meskitunnuna.

Er að hugsa um að taka nokkrar myndir og setja skýringar með, þannig að aðrir sem eru kannski að pæla í þessu geti nýtt sér þetta.

EDIT: Afhverju þarf ég að taka preboil-gravity ?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ábendingar fyrir fyrsta AG

Post by sigurdur »

atax1c wrote:EDIT: Afhverju þarf ég að taka preboil-gravity ?
Til þess að geta reiknað út hver áætluð nýtni sé við meskingu.
Post Reply