Jæja
Fyrsta bruggun á nýju græjunum búin. Það var þó ekki alveg tekið út með sældinni, því lögnin úr falska botninum var óþarflega grönn og úr mjúkri slöngu þannig að það stíflaðist allt og upp hófst mikið föndur við það að reyna að meskja. Það verður lagað fyrir næstu bruggun
Einnig kom í ljós að elementinu, 4500w eru líklega of öflug og voru eitthvað að brenna virtinn sýndist mér. Ég er ekki viss um að hafa fundið neitt auka brunabragð, en fyrir næstu bruggun þá verður þessu líklega breytt í 4x 2000-2500w element til þess að koma í veg fyrir þessi vandræði.
Dælan stóð sig eins og draumur, það heyrist ekki múkk í henni og það virtust ekki vera nein vandræði að dæla heitum og sjóðandi virt.
Hitastýringin var í góðum gír líka, en það þarf að leyfa henni að autotuna sig til þess að hún negli limitin alveg. (hún skaut aðeins yfir)
Nokkrar myndir uppá grínið:
Það fóru 2 svo gott sem fullar fötur af korni í lögnina
Setupið var frekar hrátt svona til að byrja með, bara til að stilla öllu upp og sjá hvernig maður vill hafa græjurnar
Séð ofaní tunnuna og á elementin
Fyrir næstu bruggun þá mun ég reyna að finna einhverja lausn á stíflunni og brunanum, ásamt því að smíða einhverskonar hillu þannig að það verði hægt að hafa meskingarfötuna beint fyrir ofan suðutunnuna. Bæði upp á að spara pláss og að geta haft þetta einfaldara í smíðum bara.
All in all successful bruggun á 80 lítrum af bjór, þó að hún hafi tekið um 7 tíma og nokkrir vankantar komið í ljós. Það var alveg viðbúið að þetta myndi ekki ganga eins og í sögu strax
