Við félagarnir fórum alla leið með okkar nýja áhugamál um daginn, þ.e. all-grain beer

- Fyrirmynd af okkar fyrsta bjór var þetta fræga brúðkaupsöl hans Úlfars.
Allt virðist hafa gengið upp hingað til, mesking og suða gekk vel.
- Nú langar mig að fá smá ráðleggingar varðandi framhaldið hjá ykkur reynsluboltar.
Gerjunin fór mjög kröftuglega af stað (búbblaði og búbblaði fyrstu dagana eins og enginn væri morgundagurinn, en síðust dagar hafa verið rólegur hvað varðar búbbl)
- Gerjunin er núna á degi átta.
1. Hvað eru þið vanir/vön að gerja þetta lengi (marga daga)?
- og hvað ræður því hvað þið gerjið þetta lengi?
2. Nú virðist bjórinn í gerjuninni vera lagskiptur í þremur lögum, neðst virðist vera þykk drulla (gef mér að það sé gerið), síðan kemur fallegur bjórlitur í miðjunni og efsta yfirborðið virðist vera ljósara. Er þetta ekki allt eins og það á að vera?
3. Mælið þið með því að hella þessu yfir í aðra fötu og gerja "seinni umferð"?
- og ef svo er, hvað lengi í gerjun í "seinni umferð"?
- og á að hræra þessu saman áður en helt er á milli?
4. Er betra að blanda sykrinum beint á hverja flösku eða mixa þetta allt saman í fötu?
- Hver er ykkar reynsla af þessu?
Bjórkveðjur, Þorsteinn og félagar