AG - og hvað svo?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
inurse
Villigerill
Posts: 12
Joined: 15. Feb 2010 20:41
Location: Mosfellsbær
Contact:

AG - og hvað svo?

Post by inurse »

Sælir bjórgúrúar
Við félagarnir fórum alla leið með okkar nýja áhugamál um daginn, þ.e. all-grain beer :)
- Fyrirmynd af okkar fyrsta bjór var þetta fræga brúðkaupsöl hans Úlfars.

Allt virðist hafa gengið upp hingað til, mesking og suða gekk vel.
- Nú langar mig að fá smá ráðleggingar varðandi framhaldið hjá ykkur reynsluboltar.

Gerjunin fór mjög kröftuglega af stað (búbblaði og búbblaði fyrstu dagana eins og enginn væri morgundagurinn, en síðust dagar hafa verið rólegur hvað varðar búbbl)
- Gerjunin er núna á degi átta.

1. Hvað eru þið vanir/vön að gerja þetta lengi (marga daga)?
- og hvað ræður því hvað þið gerjið þetta lengi?

2. Nú virðist bjórinn í gerjuninni vera lagskiptur í þremur lögum, neðst virðist vera þykk drulla (gef mér að það sé gerið), síðan kemur fallegur bjórlitur í miðjunni og efsta yfirborðið virðist vera ljósara. Er þetta ekki allt eins og það á að vera?

3. Mælið þið með því að hella þessu yfir í aðra fötu og gerja "seinni umferð"?
- og ef svo er, hvað lengi í gerjun í "seinni umferð"?
- og á að hræra þessu saman áður en helt er á milli?

4. Er betra að blanda sykrinum beint á hverja flösku eða mixa þetta allt saman í fötu?
- Hver er ykkar reynsla af þessu?

Bjórkveðjur, Þorsteinn og félagar
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: AG - og hvað svo?

Post by Eyvindur »

Til hamingju með fyrsta AG skammtinn. Þetta er skref sem mun valda mikilli ánægju, og trúlega töluverðri þráhyggjuröskun.

Hvað varðar spurningarnar...

1. Gerjunar/þroskunartími er mjög misjafn eftir atvikum. Maður lætur gerjunina auðvitað bara klárast, sem getur tekið allt frá sólarhring að meira en viku eftir aðstæðum. Svo þarf gerið góðan tíma til að taka til eftir sig. Maður má ekki reka á eftir því, það borgar sig aldrei. Ég er þolinmóður, þannig að ég gef þessu vanalega mánuð hið minnsta, en oftast lengri tíma. Ég myndi segja að fyrir svona léttan bjór væri hálfur mánuður passlegur. Þetta fer allt að mjög miklu leyti eftir því hversu bragðmikinn bjór maður er með, og þó aðallega áfengisprósentu - ágætis þumalputtaregla er að því áfengari sem bjórinn er, því lengur er gott að leyfa honum að þroskast.

2. Fullkomlega eðlilegt. Gerið er að falla.

3. Ég mæli aldrei með secondary, nema þú ætlir að láta bjórinn þroskast mánuðum saman. Hann má vel liggja á gerkökunni í nokkrar vikur, og með því að færa hann yfir gerirðu ekkert nema auka sýkingarhættu. Þú myndir í öllu falli aldrei fara að hræra neitt í bjórnum.

4. Best er að leysa sykurinn upp í sjóðandi vatni, setja hann í botninn á fötu og fleyta bjórnum ofan á. Þá blandast þetta fullkomlega saman. Svo bara að tappa á flöskur úr þeirri fötu.

Vonandi ertu einhvers vísari.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: AG - og hvað svo?

Post by hrafnkell »

Ég læt venjulega gerjast í um 3 vikur, það hefur gefist vel. Ég reyndar var latur um daginn og var með hveitibjór sem var í rúmar 4 vikur á gerkökunni, en hann er samt mjög bragðgóður.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: AG - og hvað svo?

Post by Oli »

inurse wrote:Sælir bjórgúrúar
Við félagarnir fórum alla leið með okkar nýja áhugamál um daginn, þ.e. all-grain beer :)
- Fyrirmynd af okkar fyrsta bjór var þetta fræga brúðkaupsöl hans Úlfars.

Allt virðist hafa gengið upp hingað til, mesking og suða gekk vel.
- Nú langar mig að fá smá ráðleggingar varðandi framhaldið hjá ykkur reynsluboltar.

Gerjunin fór mjög kröftuglega af stað (búbblaði og búbblaði fyrstu dagana eins og enginn væri morgundagurinn, en síðust dagar hafa verið rólegur hvað varðar búbbl)
- Gerjunin er núna á degi átta.

1. Hvað eru þið vanir/vön að gerja þetta lengi (marga daga)?
- og hvað ræður því hvað þið gerjið þetta lengi?

2. Nú virðist bjórinn í gerjuninni vera lagskiptur í þremur lögum, neðst virðist vera þykk drulla (gef mér að það sé gerið), síðan kemur fallegur bjórlitur í miðjunni og efsta yfirborðið virðist vera ljósara. Er þetta ekki allt eins og það á að vera?

3. Mælið þið með því að hella þessu yfir í aðra fötu og gerja "seinni umferð"?
- og ef svo er, hvað lengi í gerjun í "seinni umferð"?
- og á að hræra þessu saman áður en helt er á milli?

4. Er betra að blanda sykrinum beint á hverja flösku eða mixa þetta allt saman í fötu?
- Hver er ykkar reynsla af þessu?

Bjórkveðjur, Þorsteinn og félagar
Sæll

Mínir skammtar fá yfirleitt að gerjast í 2 vikur, sérstaklega lager sem gerjast við 8-10°c.
Varðandi secondary þá er óþarfi að vera skíthræddur við sýkingar, þegar bjórinn hefur gerjast í ákveðinn tíma hefur gerið náð góðri fótfestu í lausninni og sýrustig hefur fallið sem gerir óæskilegum bakteríum erfitt að ná yfirhöndinni.

Secondary gerjun er notuð í mörgum stílum og hefur tíðkast í langan tíma, þannig að ef bjórinn sem þú ert að gera býður upp á það þá er um að gera að prófa. Lager þarf td.að fleyta af gerkökunni og setja í lageringu í secondary.
Ég nota secondary af og til og ekki enn lent í því að fá sýkingu í bjórinn, tel það ekki líklegt ef maður sótthreinsar tæki tól vel fyrir notkun.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: AG - og hvað svo?

Post by Eyvindur »

Oli wrote: Mínir skammtar fá yfirleitt að gerjast í 2 vikur, sérstaklega lager sem gerjast við 8-10°c.
Varðandi secondary þá er óþarfi að vera skíthræddur við sýkingar, þegar bjórinn hefur gerjast í ákveðinn tíma hefur gerið náð góðri fótfestu í lausninni og sýrustig hefur fallið sem gerir óæskilegum bakteríum erfitt að ná yfirhöndinni.

Secondary gerjun er notuð í mörgum stílum og hefur tíðkast í langan tíma, þannig að ef bjórinn sem þú ert að gera býður upp á það þá er um að gera að prófa. Lager þarf td.að fleyta af gerkökunni og setja í lageringu í secondary.
Ég nota secondary af og til og ekki enn lent í því að fá sýkingu í bjórinn, tel það ekki líklegt ef maður sótthreinsar tæki tól vel fyrir notkun.
Ég verð að fá að fetta fingur út í þetta. Einu sýkingarnar sem ég hef heyrt um hjá mönnum sem ég þekki hafa komið við fleytingu yfir í secondary - þess vegna myndi ég ráðleggja fólki að forðast það nema það sé alveg nauðsynlegt.

Samkvæmt mínum lagersérfræðingi (sem er Bandaríkjamaður sem hefur sérhæft sig í að ná tökum á léttum lagerum, og þar af leiðandi sá sem ég treysti 100% í þessu) er secondary óþarfi í lagerum. Hann notar aldrei secondary.

Í stórum brugghúsum er þetta miklu minna mál, því þar er bara hægt að tappa gerkökunni undan. Engin sýkingarhætta þar á ferð. Ég er sjálfur ansi ligeglad þegar kemur að sýkingarhættu, en ég nota samt nær aldrei secondary. Einu undantekningarnar væru bjórar sem þurfa að fá að þroskast lengi, og ég vil frekar þroska í einu lagi í fötu en á flöskum.

Don't believe the hype - secondary er oftast óþarfi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: AG - og hvað svo?

Post by Oli »

Eyvindur wrote:
Oli wrote: Mínir skammtar fá yfirleitt að gerjast í 2 vikur, sérstaklega lager sem gerjast við 8-10°c.
Varðandi secondary þá er óþarfi að vera skíthræddur við sýkingar, þegar bjórinn hefur gerjast í ákveðinn tíma hefur gerið náð góðri fótfestu í lausninni og sýrustig hefur fallið sem gerir óæskilegum bakteríum erfitt að ná yfirhöndinni.

Secondary gerjun er notuð í mörgum stílum og hefur tíðkast í langan tíma, þannig að ef bjórinn sem þú ert að gera býður upp á það þá er um að gera að prófa. Lager þarf td.að fleyta af gerkökunni og setja í lageringu í secondary.
Ég nota secondary af og til og ekki enn lent í því að fá sýkingu í bjórinn, tel það ekki líklegt ef maður sótthreinsar tæki tól vel fyrir notkun.
Ég verð að fá að fetta fingur út í þetta. Einu sýkingarnar sem ég hef heyrt um hjá mönnum sem ég þekki hafa komið við fleytingu yfir í secondary - þess vegna myndi ég ráðleggja fólki að forðast það nema það sé alveg nauðsynlegt.

Samkvæmt mínum lagersérfræðingi (sem er Bandaríkjamaður sem hefur sérhæft sig í að ná tökum á léttum lagerum, og þar af leiðandi sá sem ég treysti 100% í þessu) er secondary óþarfi í lagerum. Hann notar aldrei secondary.

Í stórum brugghúsum er þetta miklu minna mál, því þar er bara hægt að tappa gerkökunni undan. Engin sýkingarhætta þar á ferð. Ég er sjálfur ansi ligeglad þegar kemur að sýkingarhættu, en ég nota samt nær aldrei secondary. Einu undantekningarnar væru bjórar sem þurfa að fá að þroskast lengi, og ég vil frekar þroska í einu lagi í fötu en á flöskum.

Don't believe the hype - secondary er oftast óþarfi.
Hehe ég bjóst ekki við öðru :)
Mér finnst hæpið að menn séu að fá sama bjórinn þe. sama bragð ef þeir lagera á gerkökunni. Ég tek frekar mark á sérfræðingum eins og Greg Noonan ofl varðandi lager en vini þínum á spjallinu.

Auðvitað er besti kosturinn að fá sér conical gerjunarílát og geta tappað gerinu af þegar hentar, maður þarf að redda sér svoleiðis seinna meir.
En ég er sammála þér að secondary er óþarfi í mörgum tilvikum, mér finnst hinsvegar óþarfi að þú sért að hræða nýja bruggara frá því að prófa, ef menn þrífa og sótthreinsa vel eru sáralitlar líkur á sýkingu.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: AG - og hvað svo?

Post by Idle »

Ég tek undir með Óla. Secondary er alls engin nauðsyn í flestum tilvikum, en á engu að síður vel við í öðrum. Ég hef farið (og fer enn) báðar leiðir - þroskað í secondary og á gerköku. Einu sinni kom leiðinlegt sápubragð af bjór sem ég þroskaði í rúman mánuð á gerkökunni. Það lagaðist þó með tímanum. Undantekning, býst ég við. Aldrei hefur bjór hjá mér sýkst, og þó hef ég gert hluti (af klaufaskap) sem fengi suma hér til að súpa hveljur og segja mér að hella öllu niður eins og skot, eða fast að því, a. m. k. ;)

Bjórinn er ekki svo auðsýktur, nema hreinlega um ásetning eða hrikalegan klaufaskap sé að ræða.

Uppfært: En það þýðir að sjálfsögðu ekki að menn eigi að temja sér kæruleysi í þrifunum og umgengni við ölið. Þrifnaður er dyggð! :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: AG - og hvað svo?

Post by Eyvindur »

Samkvæmt tilraunum BYO og Basic Brewing er bragðmunur á milli bjórs sem er settur í secondary og þess sem er látinn sitja á gerkökunni hverfandi. Ef eitthvað er þroskast bjórinn hraðar þegar secondary er sleppt.

Ég er ekki að reyna að fæla fólk frá þessu. Hins vegar er lögð svo mikil ofuráhersla á þetta í bandarískum skrifum, að ég vil koma því mjög skýrt á framfæri að þetta er oftast óþarfi. Það þýðir ekki að það sé einhver dauðadómur að nota secondary, en þá er eins gott að vera með hreinlætið 100%. Og ég segi alltaf: Til hvers að vinna óþarfa vinnu, og auka sýkingarhættu, þegar maður getur sleppt því?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: AG - og hvað svo?

Post by kristfin »

eldri bruggbækur og greinar predika að nota secondary.

seinni tíma ransóknir mæla ekki með því nema í sértilfellum og jamil (idolið mitt) mælir ekki með því nema í sértilfellum

eins og
  • ef á að endurnýta ger og þú vilt ekki fá þurrhumlana í það
  • gert er ráð fyrir að skilja eftir á kút í langan tíma (2man+)
  • þegar verið er að búa til lager (samt hægt að deila um það)
  • þegar verið er að búa til sterkan bjór eins og barley wine, þar sem það tekur langan tíma að gerja
  • ef maður er með fullkomnunaráráttu og vill flækja málið meira en þarf
hér er góð útlistun.

http://www.drunkmansguide.com/homebrew/ ... tation.php" onclick="window.open(this.href);return false;
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Re: AG - og hvað svo?

Post by Erlendur »

kristfin wrote: ...
[*] þegar verið er að búa til sterkan bjór eins og barley wine, þar sem það tekur langan tíma að gerja
...
Það á þá væntanlega líka við um Belgískan Tripel? Hvenær ætti að setja í Secondary, eftir 4 vikur? Hvað þyrfti hann að vera lengi í Secondary?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: AG - og hvað svo?

Post by Eyvindur »

Ég myndi halda að Tripel þyrfti ekkert mikið meira en mánuð á fötu. Tek fram að ég hef ekki bruggað slíkt, en miðað við þær upplýsingar sem ég hef séð ætti hann að vera orðinn drykkjarhæfur tiltölulega snemma - enda ekki næstum jafn mikil maltbomba og byggvín. En hann verður eflaust mun betri með aldrinum. Ég myndi persónulega tappa Tripel á flöskur og passa að eiga nóg af öðru, til að geta leyft honum að þroskast í flöskunum, en smakka samt reglulega.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply