Ennþá meiri vatnspælingar...

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Ennþá meiri vatnspælingar...

Post by Eyvindur »

Þar sem ég tel mig vera kominn með öll vinnubrögð og helstu gerjunaratriði nokkuð vel á hreint langar mig að gera (ljósu) bjórana mína enn betri með því að fikta eitthvað í vatninu umfram það sem ég hef gert til þessa. Smá dass af gipsi hefur reyndar oftast virkað mjög vel, en ég hef í það minnsta einu sinni lent í of harkalegri beiskju, sem ég tengi við vatnið. Svo er þetta líka bara skemmtilegt.

Vandinn er hins vegar að ég hef ofboðslega takmarkaðan skilning á þessu. Ég er búinn að vera að reyna að lesa mér til en verður lítið ágengt. Aðeins of flókið fyrir hugvísindamann.

Ég er að nota Beer Tools, og þar er vatnsreiknivél sem virðist mjög einföld. Þar get ég sett inn vatnsprófílinn minn og svo valið target vatnsprófíl af lista. Sett svo inn einhver steinefni og fiktað mig áfram þar til ég er kominn með það sem virðist vera rétt. Því miður kemur forritið ekki með neinar uppástungur.

Ég vænti þess að svipaðir fídusar séu í BeerSmith og ProMash... Þekkir ekki einhver þessar reiknivélar og getur útskýrt þetta fyrir mér? Væri ekki hægt með þessu að reikna út steinefnaviðbót (og sýru eftir atvikum) per lítra sem þarf til að fá tiltekna prófíla og setja hérna inn, þannig að menn geti bara margfaldað með meskivatninu og leikið eftir hjá sér?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Ennþá meiri vatnspælingar...

Post by Oli »

ég nota excelformið á ezwatercalculator.com, auðvelt í notkun og með prófíla. Sérð þá líka klóríð/súlfat hlutfallið upp á beiskju/maltsætleika.
Skráir vatnsprófílinn þinn í formið, setur meskivatnið og skolvatnið inn í formið og bætir svo efnum við þar til þú færð rétt basa/sýrustig sem ætti að henta uppskriftinni, þe eftir kornasamsetningu og srm.
Svo eru leiðbeiningar á HBT hvernig á að nota það.
http://www.homebrewtalk.com/f128/water- ... et-144461/" onclick="window.open(this.href);return false;
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ennþá meiri vatnspælingar...

Post by Eyvindur »

Hlutföll og pH sést líka í þessu í Beer Tools... Finnst þægilegt að geta notað það, þar sem ég geri flestalla útreikninga þar.

Annars las ég einhvers staðar að það borgaði sig ekki að eiga neitt við skolvatnið, þar sem mörg umræddra steinefna leysast ekki upp í vatni - verða að hafa maltið. Gips er víst dæmi um slíkt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Ennþá meiri vatnspælingar...

Post by Oli »

Ég fikta ekki við skolvatnið heldur, það er krít sem leysist ekki upp í vatni.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ennþá meiri vatnspælingar...

Post by Eyvindur »

Gips ekki heldur, skilst mér.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Ennþá meiri vatnspælingar...

Post by Oli »

málið er að ég held að bæta ekki of miklu af súlfati í meskinguna ef að það er nauðsynlegt eins og oft með ljósu bjórana (gips), þá er líklega best að setja smávegis af salti á móti til að koma í veg fyrir of mikinn biturleika úr humlunum.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ennþá meiri vatnspælingar...

Post by Eyvindur »

Úff... Það liggur við að maður fari í endurmenntun í efnafræði. Þetta er eins og súmerska fyrir mér.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
OmarG
Villigerill
Posts: 10
Joined: 12. Oct 2009 15:29

Re: Ennþá meiri vatnspælingar...

Post by OmarG »

Sælir piltar.
Mér finnst það góð hugmynd að pósta töflur um salt-viðbætur í íslenskt vatn til að fá tiltekinn stíl. Alger óþarfi að allir séu að bauka í þessu því þó að það sé einhver munur á milli vatnsveita, þá er hann yfirleitt ekkert í líkingu við muninn á íslensku vatni og td Dublin, Dortmunt eða Burton.
Mér sýnist að þetta sé alltaf einhver bestunarvinna, forritin sjá ekki um þetta fyrir mann. En það er þá líka spurning hvaða efni eigi að nota, bara sölt eða sýrur líka og þá hvaða sýrur? Þannig að sem flestir geti nýtt sér þetta.

Varðandi leysni á efnum þá er gifs yfir 140 sinnum leysanlegra en krít (CaCO3) í hreinu vatni, 840 mg/L á móti 6,2 mg/L. Held að gifs ætti alveg að vera nægilega leysanlegt í hreinu vatni, nema þá helst fyrir mjög háan súlfat styrk (kannski fyrir Burton vatn).

Dr. Ómar G, efnafræðingur ;)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ennþá meiri vatnspælingar...

Post by kristfin »

hér er það sem ég var búinn að setja upp til að stilla vatnið mitt

http://obak.info/misc/ez_water_adjustment_kopavogur.xls

Image
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Ennþá meiri vatnspælingar...

Post by Oli »

OmarG wrote:Sælir piltar.
Mér finnst það góð hugmynd að pósta töflur um salt-viðbætur í íslenskt vatn til að fá tiltekinn stíl. Alger óþarfi að allir séu að bauka í þessu því þó að það sé einhver munur á milli vatnsveita, þá er hann yfirleitt ekkert í líkingu við muninn á íslensku vatni og td Dublin, Dortmunt eða Burton.
Mér sýnist að þetta sé alltaf einhver bestunarvinna, forritin sjá ekki um þetta fyrir mann. En það er þá líka spurning hvaða efni eigi að nota, bara sölt eða sýrur líka og þá hvaða sýrur? Þannig að sem flestir geti nýtt sér þetta.

Varðandi leysni á efnum þá er gifs yfir 140 sinnum leysanlegra en krít (CaCO3) í hreinu vatni, 840 mg/L á móti 6,2 mg/L. Held að gifs ætti alveg að vera nægilega leysanlegt í hreinu vatni, nema þá helst fyrir mjög háan súlfat styrk (kannski fyrir Burton vatn).

Dr. Ómar G, efnafræðingur ;)
Takk fyrir fræðsluna Ómar :)
Kristfin er með þetta.
Fínt að eiga þetta á töfluformi, mér finnst hinsvegar lítið mál að eiga minn vatnsprófíl í excel skjalinu frá ezwatercalculator.com, svo þegar ég hef ákveðið hvaða bjór ég geri næst þá prófa ég mig áfram þar til ég er kominn með prófíl sem hentar uppskriftinni, það fer þá eftir kornasamsetningu og lit, hvort bjórinn eigi að vera bitur eða maltaður hversu mikið af hverju salti maður setur í meskinguna.Þetta er orðinn hluti af skemmtuninni við að brugga hjá mér
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply