Sælir piltar.
Mér finnst það góð hugmynd að pósta töflur um salt-viðbætur í íslenskt vatn til að fá tiltekinn stíl. Alger óþarfi að allir séu að bauka í þessu því þó að það sé einhver munur á milli vatnsveita, þá er hann yfirleitt ekkert í líkingu við muninn á íslensku vatni og td Dublin, Dortmunt eða Burton.
Mér sýnist að þetta sé alltaf einhver bestunarvinna, forritin sjá ekki um þetta fyrir mann. En það er þá líka spurning hvaða efni eigi að nota, bara sölt eða sýrur líka og þá hvaða sýrur? Þannig að sem flestir geti nýtt sér þetta.
Varðandi leysni á efnum þá er gifs yfir 140 sinnum leysanlegra en krít (CaCO3) í hreinu vatni, 840 mg/L á móti 6,2 mg/L. Held að gifs ætti alveg að vera nægilega leysanlegt í hreinu vatni, nema þá helst fyrir mjög háan súlfat styrk (kannski fyrir Burton vatn).
Dr. Ómar G, efnafræðingur
