ekkert svakalegt, en allavega losna ég núna við að gera þetta á eldhúshellunni.
svona lítur þetta út.

þegar brugga skal, þá byrja á því að mala kornið:

.

víxla síðan kornsílóinu fyrir meskikerið sem er nú með korni

skelli strike vatninu í. fékk þetta fína termostat sem kann bæði að hita og kæla, hja íshúsinu. skellti því í ikea plastbox og tengid inn og út í það. það ertu 2 úttök, eftir því hvort það er verið að hita eða kæla. núna get ég stillt hitan áður en ég fer í vinnuna og allt er klárt þegar ég kem heim.

síðan fer dýrðin í suðupottinn.

þegar suðan kemur upp þá skelli ég humlunum í fína humlapokann sem ég saumaði úr einvherju tuskuefni úr rfl. síðan mixaði ég festingu úr 4 tommu plaströri og set bara prik í gegn til að halda því uppi. ég setti reyndar stein í pokann til að halda honum niðri.


síðan er nátturulega kælt og fært í fötu.

þegar allt svo buið er, skiptir maður yfir í geymsluham,

mjólkurfatan fer reyndar ofaní sílóið, sílóið ofaná suðupottinn og hitavatnsfatan á neðri hilluna og þá passar útigrillsábreiða yfir og ég get sagað og slípað í skúrnum án þess að fylla dótið af ryki og drullu