BeerMeph

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

BeerMeph

Post by BeerMeph »

Sælir veriði.
Ég heiti víst Jens og er lífefnafræðinemi á 2. námsári í HÍ. Hef mikinn áhuga á bruggun, þá eiginlega eingöngu bjórbruggun. Ég hef nýlega farið að kynna mér undirstöðuatriðin í heimabruggun og byrjaði á að kaupa mér eitthvað canadian beer kit (Draught) og er það á 3. degi gerjunar - tek eðlisþyngdarmælingu eftir 7 daga og leyfi þessu að vera kannski í 10 daga fyrir átöppun.
Ég hef mikinn áhuga á að gera all grain seinna meir en ætla ekki að fikta við það strax fyrr en ég hef fundið touchið í gerjuninni. Eftir að ég hef eitthvað leikið mér í henni ætla ég að fara yfir í meskinguna.

Það hefur komið mér á óvart hvað þessi bransi er fjölbreyttur - allar þessar aðferðir og uppskriftir. Næstum hver og einn einasti reyndur heimabruggari hefur sín eigin trix og hef tekið eftir að ef einhver spyr að einhvejru á þessu forumi kemur nánast enginn með sama svarið :)
Vildi að ég hefði meiri tíma til að lesa um heimabruggun en það getur verið erfitt að finna tíma í fullu námi.

Kveðja.
Jens G.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: BeerMeph

Post by kristfin »

blessaður kútur,

endilega sleppa þessum milliskrefum og skelltu þér i allgrain. það er lífið

gangi þér vel
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: BeerMeph

Post by Bjössi »

Velkominn
ég byrjaði á þessu fyrir 2 mánuðum síðan og ég er enn hissa á hvað þetta er fjölbreytt, byrjaði eins og þú á "kit" bruggun
ég hef gert 4 all grain, ég byrjaði ekki á því fyrr en eftir að ég fór í heimsókn til "Idle" og svo aftur hjá "kristfin" og smakkaði, báðir gera flotta allgrain eftir þetta, þá var ekki aftur snúið
mér fannst þetta ótrúlega flókið til að byrja með en tel mig vera að ná tökum á þessu núna a.m.k. grunninum
eini gallin á þessu hobbíi er að það er erfitt að bíða, (sirka mánuð) :skal:
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: BeerMeph

Post by BeerMeph »

Hehe ég hef ennþá allavega ekki orðið óþolinmóður - enda ekki komnir nema 3 dagar. En já ég er nokkuð viss að fara í allgrain er ekkert mál þegar maður hefur kynnt sér það til hlítar :). Mig vantar bara aðstöðu fyrir það eins og er. Eina sem ég hef eins og er er nothæft eldús og kompa sem heldur sér vel í kringum 20°C og basic beerkit stuff.
Reyndar gæti ég alveg byrjað á að nota korn og setja það í poka og sjóða í smástund það verður líklega næsta skref.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: BeerMeph

Post by Andri »

velkominn, þolinmæðin er svakalega góð, ég er búinn að vera með lagerbjór í primary núna í 3 mánuð, keypti svona Canadian lager kit og var núna að þurrhumla það með 20 gr cascade & 25 gr af hallertau hersbrock humlum. Fyrstu skiptin var ég svakalega óþolinmóður en eftir að ég sá hvað þetta lagast svakalega með aldrinum þá lærði ég að bíða.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: BeerMeph

Post by BeerMeph »

Andri wrote:velkominn, þolinmæðin er svakalega góð, ég er búinn að vera með lagerbjór í primary núna í 3 mánuð, keypti svona Canadian lager kit og var núna að þurrhumla það með 20 gr cascade & 25 gr af hallertau hersbrock humlum. Fyrstu skiptin var ég svakalega óþolinmóður en eftir að ég sá hvað þetta lagast svakalega með aldrinum þá lærði ég að bíða.
Ég er frekar þolinmóður að eðlisfari þannig að ég hugsa að óþolinmæði verð ekki vandamál, eða ég vona allavega ekki. Ég held að mitt mesta bögg verði frekar að ef bruggið mitt heppnast ekki því ég gjörsamlega hata failure!

En annars væri ég alveg til í að prufa að fylgjast með einhverjum vönum í gegnum all grain ferlið áður en ég prufa það sjálfur.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: BeerMeph

Post by Andri »

Planið hjá mér er að kaupa dótið í meskikerið sem ég ætla að gera einhverntíman um mánaðarmótin. Ég er óreyndur en ég var að fylgjast með Sigurði Idle í dag og þetta er laaaangt frá því að vera flókið eins og ég ýmindaði mér alltaf að þetta væri.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: BeerMeph

Post by Eyvindur »

Andri wrote:Planið hjá mér er að kaupa dótið í meskikerið sem ég ætla að gera einhverntíman um mánaðarmótin. Ég er óreyndur en ég var að fylgjast með Sigurði Idle í dag og þetta er laaaangt frá því að vera flókið eins og ég ýmindaði mér alltaf að þetta væri.
Þetta geta allir verið sammála um sem hafa verið vitni að eða prófað all grain. Þetta er sáraeinfalt, en í rituðu máli hljómar þetta voða flókið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: BeerMeph

Post by BeerMeph »

Eyvindur wrote:
Andri wrote:Planið hjá mér er að kaupa dótið í meskikerið sem ég ætla að gera einhverntíman um mánaðarmótin. Ég er óreyndur en ég var að fylgjast með Sigurði Idle í dag og þetta er laaaangt frá því að vera flókið eins og ég ýmindaði mér alltaf að þetta væri.
Þetta geta allir verið sammála um sem hafa verið vitni að eða prófað all grain. Þetta er sáraeinfalt, en í rituðu máli hljómar þetta voða flókið.
Já það væri frábært ef einhver myndi nenna að leyfa mér að sjá hvernig þetta er gert. Viss um að það myndi svara mikið fleiri spurningum heldur en að lesa sig í hel um þetta strax.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: BeerMeph

Post by Bjössi »

sama hér voða flókið á blaði, en eftir fyrstu AG, ekkert mál
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: BeerMeph

Post by Idle »

BeerMeph wrote:
Eyvindur wrote:
Andri wrote:Planið hjá mér er að kaupa dótið í meskikerið sem ég ætla að gera einhverntíman um mánaðarmótin. Ég er óreyndur en ég var að fylgjast með Sigurði Idle í dag og þetta er laaaangt frá því að vera flókið eins og ég ýmindaði mér alltaf að þetta væri.
Þetta geta allir verið sammála um sem hafa verið vitni að eða prófað all grain. Þetta er sáraeinfalt, en í rituðu máli hljómar þetta voða flókið.
Já það væri frábært ef einhver myndi nenna að leyfa mér að sjá hvernig þetta er gert. Viss um að það myndi svara mikið fleiri spurningum heldur en að lesa sig í hel um þetta strax.
Ég er nokkuð virkur bruggari, og yfirleitt nóg að gera í suðu og átöppun. Ekki ólíklegt að ég leggi í fljótlega upp úr næstu helgi, og þér er velkomið að líta við. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply