Sælir
Ég flokkast víst sem fyrrum bjóráhugamaður með heimþrá. Var á sínum tíma að stúdera bjóra í Danmörku og Hollandi en missti áhugann smátt og smátt eftir heimkomuna. Ég fæ gjarnan bjórþrá svona þegar dregur að jólum.
Fékk fyrir tilviljun ábendingu um ykkar góða félagsskap og fróðlega síðu og ákvað að senda inn línu.
Er einnig með fyrirspurn: Nú eru nokkrir kunningjar mínir að flytja inn bjór frá þýskalandi, þ.e. http://www.moenchshof.biz/de/moe/002/00 ... taeten.php" onclick="window.open(this.href);return false; (með svona smellitappa, sbr. Grolsch. Kunningjarnir hafa áhuga á að selja tómu flöskurnar á 150 kr. stk. þetta eru 0,5 l flöskur, 20 stk. í kassa. Er þetta eitthvað sem menn hafa áhuga á? eða ætti ég að vísa þeim í Ámuna?
Með kveðju
Bjarklindur