Bjarklindur - "sjálfskynning"

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Bjarklindur
Villigerill
Posts: 11
Joined: 24. Nov 2009 09:06

Bjarklindur - "sjálfskynning"

Post by Bjarklindur »

Sælir

Ég flokkast víst sem fyrrum bjóráhugamaður með heimþrá. Var á sínum tíma að stúdera bjóra í Danmörku og Hollandi en missti áhugann smátt og smátt eftir heimkomuna. Ég fæ gjarnan bjórþrá svona þegar dregur að jólum.
Fékk fyrir tilviljun ábendingu um ykkar góða félagsskap og fróðlega síðu og ákvað að senda inn línu.

Er einnig með fyrirspurn: Nú eru nokkrir kunningjar mínir að flytja inn bjór frá þýskalandi, þ.e. http://www.moenchshof.biz/de/moe/002/00 ... taeten.php" onclick="window.open(this.href);return false; (með svona smellitappa, sbr. Grolsch. Kunningjarnir hafa áhuga á að selja tómu flöskurnar á 150 kr. stk. þetta eru 0,5 l flöskur, 20 stk. í kassa. Er þetta eitthvað sem menn hafa áhuga á? eða ætti ég að vísa þeim í Ámuna?

Með kveðju
Bjarklindur
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjarklindur - "sjálfskynning"

Post by hrafnkell »

Velkominn! Ertu eitthvað að brugga?

Varðandi flöskurnar þá finnst mér þetta vera of hátt verð, ég amk held mig bara við venjulegu flöskurnar og tappana.
Bjarklindur
Villigerill
Posts: 11
Joined: 24. Nov 2009 09:06

Re: Bjarklindur - "sjálfskynning"

Post by Bjarklindur »

Takk fyrir.

Ég reyndi nýlega að brugga Coopers Ale, hugmyndin var að gera jólabjór svo ég bætti í hann kandís, sírópi, kanelstöngum og negulnöglum. Niðurstaðan er svo sem alveg þokkaleg (svona sem frumraun) er frekar ósáttur við gerbragðið. Hef áhuga á að prófa eitthvað annað næst, t.d. Stout / Porter - svona dökkann og bragðmikin vetrarbjór. Reyni að fræðast um þessi mál á síðunni ykkar!

Varðandi þessar flöskur, hvaða verð væri "eðlilegra"?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Bjarklindur - "sjálfskynning"

Post by Idle »

Þessar flip-top flöskur eru stórhættulegar, og fyrir það eitt að losa þig við þær, ættirðu að þakka mér. ;D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Bjarklindur - "sjálfskynning"

Post by kristfin »

velkominn.

hvað eiga félagar þínir margar flöskur.

sendu mér línu á kristfin@gmail.com, getum kannski gert smá business
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Bjarklindur - "sjálfskynning"

Post by dax »

Idle wrote:Þessar flip-top flöskur eru stórhættulegar, og fyrir það eitt að losa þig við þær, ættirðu að þakka mér. ;D
Hehe - ég las greinilega sömu grein og þú um SwingTop flöskurnar! Góður! :)
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Bjarklindur - "sjálfskynning"

Post by Bjössi »

hvaða grein er það?
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Bjarklindur - "sjálfskynning"

Post by arnilong »

dax wrote:
Idle wrote:Þessar flip-top flöskur eru stórhættulegar, og fyrir það eitt að losa þig við þær, ættirðu að þakka mér. ;D
Hehe - ég las greinilega sömu grein og þú um SwingTop flöskurnar! Góður! :)
How to brew.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
Post Reply