Magnaður ertu
ekki mikið, uppskrift segir 350gr caramunic
Fyrsti AG bjórinn sem ég gerði (brúðkapsb) konunni líkaði hann svo vel að hún vill að ég geri aftur, verð að gera þetta fyrir hana, þar sem hún er mjög skilnigrík á þetta hobbí mitt
Einföld lausn væri að nota caraaroma í staðin. Það er í raun bara mjög dökt crystal malt. Bjórinn yrði kanski örlítið dekkri...og ef þú vilt það ekki getur þú bara notað aðeins minna af því. Ef ég man uppskriftina rétt þá eru 300 gr af caramunich sem gera um 6%, væri hægt að setja 200-250 gr af caraaroma (4-5%).
CaraAroma
Very dark crystal malt - similar to a crystal 120 or Caramunich 120 malt. Adds strong caramel flavor, red color, and malty arom
Góður punktur hjá þér Ulfar
spá að prófa þetta svona, sirka á reindar eftir að henda inn í beersmith
4,00kg pale ale malt
700gr caraaroma
300gr Caramunic
veit ekki hvaða humla ég mun nota, ennilega Cascate
Ég veit ekki hvernig þú gerðir þetta síðast en ef þú ætlar að gera ljósöl í léttari kantinum þá finnst mér helst til mikið af crystal malti (1 kg/5 kg = 20%). Ef meskingin er ekki gerð við þeim mun lægri hita gæta loka þyngdin (FG) orðið ansi há.
Í uppskriftinni af brúðkaupsölinu sem undir "Uppskriftir" er hún svona 3.5 kg pale ale malt
1.5 kg munich malt
350 gr cara munich
Ekki má rugla saman "munich" og "caramunich"
caramunich er crystalmalt en munich er base malt. Ef munich er ekki til en nóg til af cara aroma gæti þetta: 5.0 kg pale ale malt
300 gr cara aroma
verið nærri lagi.
En gleðin við allgrain er jú sú að - þú mátt ráða nákvæmlega hvað þú gerir.
Mig langar bara til að benda á að 300gr af CaraAroma í 20L er ansi mikið fyrir bjór eins og mér sýnist Brúðkaupsölið vera (þægilegur og í góðu jafnvægi).
Í þínum sporum myndi ég byrja á 5kg á Pale Ale malti og bæta svo CaraAroma þangað til að liturinn orðinn svipaður og í frumuppskriftinni sem frúin var að panta. Ætti að vera ca 75-100 grömm.
Það er yfirleitt betra að vera með of lítið sérmalt en of mikið, prófaðu til dæmis að japla á nokkrum kornum af CA.
Annars hefur mér aldrei tekist að brugga ódrykkjarhæfan bjór, þrátt fyrir mikla tilraunagleði
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Ég hef notað 2kg af CaraMunich fyrir mistök (hélt að þetta væri Munich - við Úlfar rugluðum saman pokum). Útkoman var yndisleg, en hefði mjög auðveldlega getað orðið misheppnuð held ég. Heppilega lágur meskihiti reddaði þessu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Jæja drengir, ég þakka kærlega öll þessi góðu ráð,
sérstaklega góður punktur, að byrja á 5kg a pale malti og svo bara bæta við cara aroma,
sennilega enda ég á 5,2kg pale ale m. og 250gr caramunic
eins gott að konan verði ánægð í des
einhver lumar á pottþettum "konu" bjór endilega pósta